Menntamál - 01.04.1937, Side 79

Menntamál - 01.04.1937, Side 79
MENNTAMÁL 73 þýðusambands íslands og flokksþing framsóknarmanna liafa í vetur gert ákveðnar samþykktir um fylgi við málið. Enda ekki gerandi ráð fyrir öðru, en að allir flokkar séu málinu fylgjandi. Og verum þess minnugir, að hér er um eitt allra mesta vel- ferðarmál þjóðarinnar að ræða, og það engu síður, þótt' ýins- um gangi treglega að gera sér það ljóst. En framtíðin mun vissu- lega meta þá, sem ljá þessu máli ungu kynslóðarinnar ærlega lið nú. Unglingarnir og atvinnuleysið. Almennur skilningur sýnist nú vera að glæðast í landinu á því böli og þeirri geigvænlegu hættu, sem æskunni stafar af atvinnuleysinu. Eins og allir kennarar vita, var alvinnuleysi unglinga tekið til merðferðar á þingi S. í. B. síðastl. sumar. Þingið samþykkti i málinu ýtarlegar og merkar tillögur, frá Aðalsteini Sigmundssyni. A. Sigm. hefir nú samið frumvarp um málið á grundvelli samþykkta fulltrúa- þingsins. Flutningsmaður þess var Sigurður Einarsson. Frumv. dagaði uppi, en samkv. tillögu frá Bjarna á Laugarvatni var kosin milliþinganefnd i málið. Skipa hana Gunnar Tlioroddsen, Sigurvin Einarsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. — Aðalsteinn Sigm. hefir og ritað ýtarlega grein um þetta mál í Skinfaxa, 1. hefti þ. á. Iiana ættu allir kennarar að lesa. Annar merkur þáttur þessa máls hefir gerzt á ísafirði. Lúð- víg Guðinundsson, skólastjóri gagnfræðskólans þar, beitti sér fyrir því, að stofnað var til námskeiðs eða vinnuskóla síðastl. sumar, fyrir atvinnulausa pijta á aldrinum 15—20 ára. Nám- skeiðið var haldið í skólaseli, er stendur i dalverpi inn af Skut- ulsfirði. Lúðvíg stjórnaði námskeiðinu sjálfur. Piltarnir unnu að vegavinnu, skógrækt, leikvallargerð o. fl. þess háttar, en stund- uðu jafnframt bóklegt nám, er að nokkru fór fram i fyrirlestr- um. Lögð var áherzla á, að kenna piltunum að vinna, að kenna þeim um eðli vinnunnar, lögmál þreytunnar, reglusemi og liátt- prýði var þeim einnig tamin eftir föngum. Piltarnir fengu ó- keypis fæði, vinnuföt, og aulc þess 10 kr. á viku í kaup. Til- raun þessi sýnist hafa tekizt með ágætinn vel. Kennarastéttin mun fylgjast af áhuga með þessu máli, og gera ákveðnar kröfur um nauðsynlegar og skynsamlegar framkvæmdir. Launamálið. Svo sem kunnugt er, hefir lengdur starfstími hinna nýju fræðslulaga í för, með sér nokkra hækkun á árslaun- Um allmargra kennara. Aftur hafa aðrir orðið illa úti, m. a. vegna ranglátra reglna um úthlutun dýrlíðaruppbótar. Fyrir milligöngu stjórnar S. í. B. hefir meiri hluti fjárveitinganefnd- ar Alþingis lagt til við fjármálaráðherra, að leiðrétting verði

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.