Menntamál - 01.04.1937, Side 25
menntamál
19
að brolinu þangað til að því er refsað. Auk þess sem
uppalandanum er licntugt að gefa sér tóm til að hugsa
sig um, til að alhuga málavöxtu, áður en hann refsar, fær
barnið það á meðvilundina, að ekki sé um neitt reiðiand-
svar að ræða frá uppalandans hálfu. Hinsvegar má biðin
á milli hrots og hegningar ekki vera of löng. Þá fyrnist
yfir brotið, harnið liefir að meslu gleymt yfirsjóninni og
finnst hegningin aðeins koma af hefriigirni uppalandans.
Refsingin missir þá að mestu uppeldisáhrif sín.
8) Þegar harnið hefir iðrazt hrots sins, hætt fyrir það
og sýnt vilja til að hetra sig, á uppalandinn ekki að erfa
neitt við það, láta sem allt sé gleymt. Annars myndi kali
komast inn hjá harninu eða lijá þvi myndi vakna órétt-
mæt og hæltuleg sektartilfinning og vangildiskennd.
9) Eg tel nauðsynlegt, eftir að barnið er farið dálítið að
vitkast, að reynt sé að láta það skilja hina siðferðilegu
ástæðu fyrir hrotinu. Bezt er, að t. d. móðirin tali einslega
við barnið, taki það í faðm sinn og láti það skilja, live
óumræðilega hún elskar það, hve framferði þess liryggi
sig, hví það hafi g'etað fengið af sér að gera þetta, skýra
siðan fyrir því, hversvegna að brotið sé ljótt, og aflciðing-
ar þess vondar. Þeir, sem átt hafa góða foreldra, munu
minnast, hve djúj) álirif þvílíkar stundir hafa liaft á þá.
En slikar fortölur verða að koma frá hjartanu? þær verða
að vera sprottnar af djúpri ást og mannúð. Annars snúast
þær upp í leiðinlega, hálfvolga eða hræsnisfulla siðferðis-
predikun. japl og suðu, sem aðcins gera ill vérra.
10) Uppalandinn má ekki meta gildi ávítunarinnar
eða refsingarinnar eingöngu eftir hagnýtum áhrifum
þeirra, eða eingöngu eftir því, að barnið fremji ekki
sama brotið aftur, heldur líka eftir þeim siðferðilega
hugsunarhætti, sem þær koma inn og þroska hjá harn-
h)u, eftir gildi þeirra siðferðilegu hvata og liugsjóna, sem
það teflir fram á móti freistingum í framtíðinni. Siðferði-
leg framför fellst ekki aðeins í verkunum eða í sjálfsaf-
2*