Menntamál - 01.04.1937, Síða 34
28
MENNTAMÁL
Kennarinn ver'ður að gera sér allt far um, að vekja bein-
an áhuga nemenda á náminu sjálfu, liann má ekki lála
sér nægja, að þeir ræki það vel vegna ytri ástæðna því ó-
viðkomandi. Því verður oft svo lítið úr mörgum mannin-
um.sem „gengið hefir menntaveginn”, að hann hefir rækt
nám silt, og það ef til vill mjög vel og með góðum ár-
angri, aðeins vegna ytri skyldu eða kappgirni, en aldrei
fengið beinan, sterkan áhuga á sinni fræðigrein. Hann
vill t. d. lúka námi sínu sómasamlega til þess að gleðja
gamla foreldra sina, til þess að fá góða slöðu o. s. frv. En
þegar hann hefir náð þessu takmarki, leggur liann árar í
hát. Hann er ekki knúður til þcss að mennta sig áfram í
sinni grein af innri löngun og þörf.
1) Hvað á svo kennarinn að gera til þess, að hvetja
þá nemendur, sem eru í meðallagi eða varla það, og verð-
laun og góðar einkunnir geta ekki örvað upp? Hann
verður að láta þá skilja, að viðleitnin og viljinn, ef þau
cru sproltin af sannri menntunarþrá, eru í raun og veru
aðalatriðið. Reyndar er menntunarþráin og mcnntunar-
jiörfin ekki eins mælanlegar eins og kunnátta og gáfur,
en gáfurnar verða að stjórnast af menntunarþörfinni, ef
þær eiga að hera góðan árangur. Yinátta kennarans og
samúð lians mcð þeim, sem góðan vilja hafa, en miður
mega en þeir, sem gáfaðir eru, munu reynast. þeim beztu
launin.
Ályktun min verður því sú, að laun og verðlaun verði
að nota með mikilli varfærni, cf þau eiga ekki að liafa
óheillavænleg áhrif á nemendur svo sem að framan er
lýst. Því betur sem nemandinn þroskast, ]iví meira far á
kennarinn að gera sér um, að vekja beinan áhuga nein-
andans á náminu. Þegar hann hefir verið vakinn, eru öll
laun og verðlaun óþörf. Gleðin yfir því, að hafa leyst
verkið vel af hendi og lieiðurinn fyrir það, eru nemand-
anum nægileg verkalaun og hin bezta hvatning til þcss að
gera hetur. Símon Jóh. Ágústsson.