Menntamál - 01.04.1937, Side 24

Menntamál - 01.04.1937, Side 24
18 MENNTAMÁL blygðunartilfinningu barnsins, svo að engin refsing lxríni framar á því. Barnið verður að finna sem bezt, að rcfsing- in sé í hlutfalli við brolið. Ef uppalandinn beilir ströngum refsingum við litlum yfirsjónum, til livaða refsinga ætlar liann þá að grípa, ef um mjög alvarlegt brot er að ræða? Þá kemst hann auðsjáanlega í vandræði. Ströngum refs- ingum má hann ekki beita, nema gegn alvarlegum brot- um. Til þcss að geta þannig stigskipt refsingunni, er nauð synlegt, eins og eg gat um áður, að grípa sem sjaldnast til refsinga, reyna áður forlölur og ávítur. Frá þegjandi vanþóknun og aðvörun uppalandans til refsingarinnar er langur vegur. 6) Engri hegningu má beita þannig, að líkamlegri eða andlegri velferð barnsins sé stofnað í voða. Með öJJum menningarþjóðum eru til refsiákvæði i lögum við mis- þyrmingum á börnum, en margar refsingar geta tal- izt mjög skaðsamlegar barninu, þótt lögin taki ekki í taumana. 7) Uppalandinn á aldrei að refsa i bræði eða reiði (ab irato), en með festu og alvarlegri vanþóknun. Uppaland- inn verður að refsa með festu og alvöru, banna ákveðið. Það er skaðsaiíilegt að ávíta eða slá barnið og kjassa það svo á víxl í sömu andránni. Eða ef annað foreldrið mælir upp i barninu það sem liitt bannar því. Ef barnið finnur, að því er refsað í bræði, er hætt við að slíkt atferli komi inn hjá því hatri og fyrirlitningu á uppalandanum. Barn- inu finnst þá, að uppalandinn sé að svala reiði sinni á sér, að minnsta kosti finnst því, sem rétt er, að reiðin þyngi refsinguna. Auk þess er það langt fyrir neðan virðingu siðaðs manns5 að ráðast á varnarlaust barn í reiði. Geta lilotist af þvi misþyrmingar. En þótt uppalandinn megi ekki rcfsa í reiði, má hann á hinn bóginn ekki refsa kalt og tilfinningalaust. Hann vcrður að sýna með tilfinningu alvarlega gremju sina og vanþóknun á brotinu. Bezt er að láta oftast ofurlitla stund liða frá því að barnið er staðið

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.