Menntamál - 01.04.1937, Side 41

Menntamál - 01.04.1937, Side 41
menntamál 35 að hann hafði lært að stafsetja orð, sem hann lieyrði, gal liann enn ekki selt saman ný orð, þó að hann sæi eða heyrði hvernig þau voru stöfuð, ef hann þekkti ekki heildarmynd þeirra. Eigi að síður þóttist eg sjá, að stöfunin lijálpaði Örnólfi við lesturinn, einkum á þann hátt, að orðin festust betur og fljótar i minni. Um liitt er eg einnig sannfærður, að stöfunin er hon- um hinn hezti undirhúningur undir réttritunarnámið. Örnólfur lærði á fremur stuttum tíma að lesa flest hin feitletruðu orð í „Dýramyndum“, þannig, að hann gal liaft þau viðstöðulaust yfir um leið og liann sá þau. Eins og áður er sagt, leiðbeindum við honum á ýms- an hátt, eða réltara sagt, lékum við hann, einkum í þvi skyni að halda áhuganum og athyglinni vakandi. Þá var honnm sagt ýmislegt um dýrin, æfintýri og sannar sögnr, til ]jess meðal annars að mynda sem fjöl- breyttust hugmyndatengsl í samhandi við hin lesnn orð. Þá var hann einnig sífellt að teilcna, á sinn harnalega liátt, myndir af dýrunum, og „teiknaði“ þá einnig nafn dýrsins með þrentletri undir myndina. Enn var Örnólfur ekki kominn á það stig i lestrin- um, að viðlit væri að láta hann lesa í hók, þar sem um samfellt mál var að ræða, Þó gat hann nú lesið flest orð, sem hann skildi, og jafnt löng sem stutt, en því aðeins leit hann við þeim, að letrið væri stórt, og fá orð saman. Auglýsingar og fyrirsagnir dagblaðanna, titlar bóka og því um líkt, varð nú helzta lesefnið um skeið. Þar á eftir kom „Gagn og gaman“. Honum var gefin bókin, og eins og með „Dýramyndir" látinn sjálf- ráður í fyrstu, livort hann las nokkuð í henni, livar og livernig. Hann fletti henni, skoðaði myndirnar, liafði yfir orð og setningar hér og þar. Sumar blaðsíðurnar urðu lionum strax liugleiknar, öðrum leit hann ekki við. Enn hafði Örnólfur ekki þrek til að lesa heilar blaðsíður, en honum lærðist það, þegar hann hafði ált

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.