Menntamál - 01.04.1937, Side 19

Menntamál - 01.04.1937, Side 19
MENNTAMÁL 13 frá villu sins vegar. Hans „betri maður“ er vakinn. Á þenna hátt liafa allir miklir uppalendur starfað. Við allar betrunarstofnanir fyrir vandræðaunglinga og afbrota- menn er þessari aðferð mikið beitt. Annað dæmi: Spen- cer telur, að hin eðlilega hegning á litlu stúlkuna, sem aldrei er tilbúin á réttum tíma i skemmtigönguna, sé að skilja liana eftir. En það er enganveginn vist, að þetta sé hezla aðferðin til að bæta h'ana. Henni getur fundizt þessi hegning aðeins slafa af óþolinmæði hinna fullorðnu og þar af leiðandi langt frá því að vera nokkurt fyrirmyndar- framferði. Ef til vill verður liún ekki framar of síðbúin i gönguferðirnar, en þessi refsing dregur ekki sérstaklega athygli hennar að aðalatriðinu: þvi nefnilega, að hún tek- ur ekki nægilegt tillit til annara og kann ekki að ætla sér tíma til hvers verks. Árangurinn er sá, að liún er aldrei stundvís. Þetta eru þeir gallar, sem laga þarf hjá henni og beina þarf athygli hennar að, með sérstölcum æfingum, ef með þarf, sem menn gela kallað refsingu, ef þeir vilja.1) Þá kem eg að því atriði: Hvaða refsingum á að beita gegn börnum? Hvernig á að beita þessum refsingum og undir hvaða atvikum? f stultri grein, eins og þessarri, er hægt að fara tvær leiðir til þess að fræða menn um þetta efni. Annaðiivort eru gefnar almennar reglur, sem marka uppeldisstefnuna, hvað við kemur refsingum, í stórum dráttum; enda þótt þær dugi ekki uppalandanum til fulln- uslu í hverju einstöku tilfelli, lijálpa þær honrn þó til þess að átta sig. Eða þá að uppeldisfræðingurmn heldur sér við einstök dæmi, náttúrlega eins einkennandi (tvpisk)og hægt er. Eg mun fara fyrri leiðina, mcð því að eg ætla mér að- eins að gefa almennt yfirlit. Allt aðrar ástæður koma til greina, er um uppeldislega refsing barna er að ræða, heldur en hvað snertir refsingu 1) Förster: Jugendlehre, bls. 705—70G.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.