Menntamál - 01.10.1950, Side 16
158
MENNTAMÁL
er hér um að ræða viðfangsefni, sem miklu fleiri en við
þurfum við að glíma. Móðurmálskennarar allra landa
heyja í þessum efnum svipað stríð. En ég er ekki fyrir fram
sannfærður um það, að á þessu sé mikið að græða. Enda
þótt viðfangsefni stafsetningarkennara séu lík, er þó ávallt
allmikill munur á. Móðurmálskennslan er í eðli sínu þjóð-
leg, en ekki alþjóðleg, svo að beita þarf nokkuð mismun-
andi aðferðum í hverju landi. Tillögur þær, sem ég vildi
koma hér á framfæri, eru nokkuð annars eðlis en það að
taka upp gagnrýnilaust háttu annarra þjóða í þessum
efnum.
Mér hefur skilizt, að meðal kennara væri allmikill áhugi
á uppeldisfræðilegum efnum, en mér hefur virzt, að þessi
áhugi væri nokkuð takmarkaður. Má vera, að mér mis-
sýnist í þessu, en ég vil ekki láta hjá líða að koma þessum
skoðunum mínum á framfæri. Einkum hefur mér virzt,
að áhugi kennarastéttarinnar beinist að siðferðislegu upp-
eldi, en síður að vitsmunalegu uppeldi. Nú ætti það að
liggja í augum uppi, að þetta hvort tveggja verður að
haldast í hendur, ef góður árangur á að fást. Einnig hefur
mér sýnzt, að vandræðabörnin vektu meiri athygli þeirra,
sem við uppeldi fást, en hin, sem engin vandræði stafa af.
Þetta er, ef til vill, eðlilegt, en mig grunar, að það sé ekki
alls kostar heppilegt. Meginstofn íslenzkra barna er ekki
vandræðabörn í venjulegum skilningi þess orðs, og þau
eiga það sannarlega skilið, að þeim sé fullur gaumur
gefinn. Það, sem ég vildi með þessu segja, er, að orka
kennarastéttarinnar fer allt of mikið í það að berjast við
viðfangsefni, sem ég hef mjög takmarkaða trú á, að beri
nokkurn verulegan árangur, og þessi orka er tekin frá
viðfangsefnum, sem miklu sennilegra er, að einhver lausn
fáist á. Með þessu vil ég þó engan veginn segja, að hinu
viðfangsefninu skuli enginn gaumur gefinn, heldur að hér
vanti verkaskiptingu meðal þeirra, er um þessi mál fjalla.
Það skal að vísu játað, að ég hef orðið þess var, mér til