Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL
67
sögu, en þó er saga þess athyglisverð, þar eð hún [er]
höfuðþáttur ur hinum miklu umbreytingum, sem orðið
hafa á íslenzku þjóðfélagi síðast liðna öld. Slíkt skóla-
hald er eitt helzta frumskilyrði þess, að þessar breyting-
ar hafa getað gerzt. Bændaþjóðfélag með frumstæðum
atvinnuháttum þurfti ekki á mikilli skólafræðslu að halda.
Það er ekki fyrr en hér rísa upp kaupstaðir, að slík þörf
gerir vart við sig. Ýmsar atvinnugreinar, einkum verzlun
og iðnaður, kröfðust nokkurrar skólakunnáttu. Auk þess
urðu heimili alþýðu manna ófær um að sinna þeirri upp-
fræðslu í lestri og kristindómi, sem þá þótti sjálfsögð.
Atvinnuháttum var þannig farið, að lítil sem engin verk-
efni voru til handa börnum fram undir fermingaraldur, að
minnsta kosti ekki að vetrinum. Þau voru því ofurseld
iðjuleysinu og öllum þess árum.
Þetta voru forsendurnar fyrir því, að hafizt var handa
um það að koma á fót almennri barnafræðslu hér á landi.
Það kostaði harða og langvinna baráttu. Áttu þar hvað
drýgstan hlut að máli ýmsir sömu menn, sem börðust af
mestu þreki og þrótti fyrir hag og heill þjóðarinnar svo sem
Jón Sigurðsson og Jón Guðmundsson ritstjóri. Áður hafði
að vísu starfað barnaskóli í Reykjavík eða á árunum
1830-1849 að mestu leyti fyrir fé úr Thorkillii-sjóði, en
hann lagðist niður, þegar sá styrkur var af honum tekinn.
Síðan var barnaskóli endurreistur hér 1862.
Ég get ekki stillt mig um að rifja hér upp, þótt ég hafi
gert það áður, ummæli séra Matthíasar Jochumssonar
um þær breytingar á bæjarlífi í Reykjavík, sem stofnun
skólans hafði í för með sér. Þau eru tekin úr Þjóðólfi frá
11. okt. 1875. Tilefni þeirra var, að bæjarstjórn hafði
stórhækkað skólagjöld, og skólabörnum hafði fækkað um
% hluta af þeim sökum. Ummæli séra Matthíasar hljóða
svo:
„Vér viljum minna þessa herra bæjarstjóra á, að áður