Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 5

Menntamál - 01.06.1955, Side 5
MENNTAMÁL 67 sögu, en þó er saga þess athyglisverð, þar eð hún [er] höfuðþáttur ur hinum miklu umbreytingum, sem orðið hafa á íslenzku þjóðfélagi síðast liðna öld. Slíkt skóla- hald er eitt helzta frumskilyrði þess, að þessar breyting- ar hafa getað gerzt. Bændaþjóðfélag með frumstæðum atvinnuháttum þurfti ekki á mikilli skólafræðslu að halda. Það er ekki fyrr en hér rísa upp kaupstaðir, að slík þörf gerir vart við sig. Ýmsar atvinnugreinar, einkum verzlun og iðnaður, kröfðust nokkurrar skólakunnáttu. Auk þess urðu heimili alþýðu manna ófær um að sinna þeirri upp- fræðslu í lestri og kristindómi, sem þá þótti sjálfsögð. Atvinnuháttum var þannig farið, að lítil sem engin verk- efni voru til handa börnum fram undir fermingaraldur, að minnsta kosti ekki að vetrinum. Þau voru því ofurseld iðjuleysinu og öllum þess árum. Þetta voru forsendurnar fyrir því, að hafizt var handa um það að koma á fót almennri barnafræðslu hér á landi. Það kostaði harða og langvinna baráttu. Áttu þar hvað drýgstan hlut að máli ýmsir sömu menn, sem börðust af mestu þreki og þrótti fyrir hag og heill þjóðarinnar svo sem Jón Sigurðsson og Jón Guðmundsson ritstjóri. Áður hafði að vísu starfað barnaskóli í Reykjavík eða á árunum 1830-1849 að mestu leyti fyrir fé úr Thorkillii-sjóði, en hann lagðist niður, þegar sá styrkur var af honum tekinn. Síðan var barnaskóli endurreistur hér 1862. Ég get ekki stillt mig um að rifja hér upp, þótt ég hafi gert það áður, ummæli séra Matthíasar Jochumssonar um þær breytingar á bæjarlífi í Reykjavík, sem stofnun skólans hafði í för með sér. Þau eru tekin úr Þjóðólfi frá 11. okt. 1875. Tilefni þeirra var, að bæjarstjórn hafði stórhækkað skólagjöld, og skólabörnum hafði fækkað um % hluta af þeim sökum. Ummæli séra Matthíasar hljóða svo: „Vér viljum minna þessa herra bæjarstjóra á, að áður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.