Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 73
MENNTAMÁL
135
Starfstilhögun var sú, að stundum fór allur hópurinn
í einu í ýmsa skóla og stofnanir, sem að einhverju leyti
störfuðu að heilbrigðismálum skólafólks, en stundum var
þátttakendum skipt niður í minni flokka, sem fóru með
skólalæknum þessara tveggja landa í skóla og stofnanir
til að sjá, hvernig þeir leystu sín daglegu störf af hendi.
Oft voru haldnir fyrirlestrar um skóla- og heilbrigðismál.
Á eftir komu fram fyrirspurnir frá þátttakendum, og um-
ræður fóru fram. Gaf þetta mér gott tækifæri til að bera
saman heilbrigðismál í skólum hér og erlendis, og skal
þetta hér nokkuð rætt.
Skólabyggingar og leikvellir. Við hér í Reykjavík erum
langt á eftir nágrannaþjóðum okkar með skólahúsnæði. í
Danmörku er í hæsta lagi tvísett í skólastofur og þá oftast
aðeins í yngstu bekkjunum tveim. í Hollandi er aldrei
tvísett, en aftur á móti eru bekkir þar hafðir miklu fjöl-
mennari en hér, sérstaklega í yngri aldursflokkunum. Er
það altítt, að milli 50 og 60 séu í einum bekk. Er það lítt
til fyrirmyndar. Starfsbræður mínir frá Noregi og Sví-
þjóð sögðu mér, að yfirleitt væri tvísett í skólum þar og
sjaldan væru yfir 30 börn í bekk. í Danmörku eru nýjar
skólabyggingar álíka vandaðar og hér. Leikfimisalir eru
fleiri, 2—4 við skólahús, sem rúma 1000—1500 börn, móti
aðeins einum hér. Hér eru því stöðug vandræði með hús-
næði fyrir íþróttaiðkanir. Börnin verða oft að sækja leik-
fimi á annan stað eða koma aftur á óheppilegum tíma.
Mér virðist, að ráða megi bót á þessu með því að reisa í
viðbót íburðarlitlar og ódýrar byggingar við skólana, þar
sem fram gæti farið nokkur hluti íþróttaiðkananna svo
sem handbolti o. fl. Nýjar skólabyggingar höfðu sérstakar
kennslustofur fyrir eðlis- og efnafræði.
1 Hollandi eru skólabyggingar yfirleitt miklu óvandaðri.
Er það alltítt og jafnvel venja, að í þær vanti leikfimisali
og skólaböð, þótt nýjar séu. Hollendingar telja sig aðeins