Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 53
MENNTAMAL
115
þar til rafeindalampinn kom til sögunnar, næstum aldar-
fjórðungi síðar. Þá varð unnt að bæta þessi tæki, og laust
eftir 1930 tók brezka útvarpið í notkun áhald af þessu tagi,
sem nefnt var Blattnerphone. Þar var notaður stálborði,
1/4 úr þumlungi á breidd og 3/1000 að þykkt, og hraði
hans 3—6 fet á sek. Þetta tæki þótti gefast sæmilega á
þeirra tíma mælikvarða, en var þungt í vöfum. Um sama
leyti tóku nokkur stór efnaiðnaðarfyrirtæki upp rannsókn-
ir og tilraunir með framleiðslu á segulhæfum efnum sem
fíngerðu dufti, bundnu á pappír. I. G. Farben-efnaverk-
smiðjunum í Þýzkalandi tókst að leysa þessa þraut, og
árið 1935 sýndu þær ,,segulbandstæki“, er þótti taka öllu
fram í hljóðritun. Það var kallað ,,Magnetophone“. Flestu
var haldið leyndu um gerð þessa tækis, en vitað var, að
það var endurbætt og notað í ríkum mæli í útvarpsáróðri
nazista fyrir styrjöldina og í henni. Þegar bandamenn her-
námu Þýzkaland, voru upplýsingar um tæknilegar nýjung-
ar í þessu efni gefnar frjálsar.
Minnesota Mining & Manufacturing Company í Banda-
ríkjunum tók sér fyrir hendur árið 1944 þriggja ára rann-
sóknarstarf við endurbætur og framleiðslu segulbands.
Árangurinn varð stórkostlegur, og Bcoícá-segulbandið
ruddi braut þeirri almennu notkun segulbandstækja, sem
við þekkjum í dag.
Segulbandið er í rauninni plastræma, venjulega 1/4
þumlungs á breidd og þykktin er 1 til 2 þúsundustu úr
þumlungi, húðuð öðrum megin með blöndu úr járnoxýði,
svo fínmöluðu, að 10 billjón agnir þekja einn þumlung
af lengd bandsins. Hin „matta“ hlið bandsins er segul-
efnið, sem snertir og snýr að ,,tónhaus“ segulbandstækis-
ins, en gljáhliðin — plastið — snýr frá. Auðvelt er að
klippa og skeyta saman bandið. Það er gert með sérstöku
límbandi og ætti aldrei að nota annað efni til þess.
Samkomulag er nú orðið milli Bandaríkjanna, Bret-
lands og fleiri þjóða um að viðurkenna ákveðnar reglur