Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 101
MENNTAMÁL
163
kemur í ljós, að það þarf meiri fræðslu. Skólaskyldan er
lengd, allir áttu nú að stunda nám í framhaldsskólum,
og ný skólalöggjöf var sett, þar sem ákveðið var með lög-
um, hvað hæfilegt væri, að almenningur lærði. „Skólalög-
gjöfin nýja“ er að mörgu leyti merkilegt „plagg“, en menn
þeir, sem settu hana, hafa verið á undan samtíð sinni. Má
sem dæmi nefna, að þar eru ákvæði um, að ekki skuli veita
öllum sömu fræðslu í framhaldsskólum, heldur skuli æfa
þá, sem þess kunna að óska, í verklegum greinum. Einnig
er þar gert ráð fyrir mismunandi námsefni í bóklegum
greinum eftir getu og hæfni nemenda. En „vaninn er
voldugur drottinn“. í framkvæmd hefur þetta orðið þannig,
að minniskröfur, sem gerðar eru til nemenda, hafa stórum
aukizt frá því, sem áður var, en kennslu- og námsaðferðir
eru að mestu óbreyttar og námsgreinar flestar þær sömu.
„Það verður hverjum list, sem hann leikur“, og þetta á
við um kennara alveg eins og aðra menn. Þeir „kunnu“
að kenna, áður en fræðslulöggjöfin kom til skjalanna,
og sú kunnátta breyttist ekkert við tilkomu hinna nýju
laga. Þetta mun stjórn fræðslumála einnig hafa verið
ljóst, bæði hérlendis og erlendis. í flestum þeim löndum,
þar sem ég þekki eitthvað til skólamála, eru námsstjór-
ar, sem leiðbeina kennurum, gefa skýrslur um störf þeirra
og sjá jafn’vel um, að óhæfum mönnum sé bent á að fá sér
annan starfa. Oftast mun þó leiðbeiningarstarfið vera aðal-
verkefni námsstjóra. Hérlendis voru stofnuð svipuð emb-
ætti, en ég veit ekki, hvert er starfsvið þeirra embættis-
manna hérlendis. Ég hef aldrei orðið var við, að þeir hafi
leiðbeint kennurum við framhaldsskóla um kennslu, náms-
efni, aðferðir við kennslu eða lastað eða lofað starf kenn-
ara. Vera má, að hér sé um að kenna ókunnugleik mínum.
Ég sagði áður, að kennarar kunnu að kenna, og flestir
vilja nota kunnáttu sína. Það krefst alltaf vinnu að læra
eitthvað nýtt. Engar kröfur hafa heldur komið fram um
það, að kennarar lærðu „neitt nýtt“, þótt skólaskyldan væri