Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 101

Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 101
MENNTAMÁL 163 kemur í ljós, að það þarf meiri fræðslu. Skólaskyldan er lengd, allir áttu nú að stunda nám í framhaldsskólum, og ný skólalöggjöf var sett, þar sem ákveðið var með lög- um, hvað hæfilegt væri, að almenningur lærði. „Skólalög- gjöfin nýja“ er að mörgu leyti merkilegt „plagg“, en menn þeir, sem settu hana, hafa verið á undan samtíð sinni. Má sem dæmi nefna, að þar eru ákvæði um, að ekki skuli veita öllum sömu fræðslu í framhaldsskólum, heldur skuli æfa þá, sem þess kunna að óska, í verklegum greinum. Einnig er þar gert ráð fyrir mismunandi námsefni í bóklegum greinum eftir getu og hæfni nemenda. En „vaninn er voldugur drottinn“. í framkvæmd hefur þetta orðið þannig, að minniskröfur, sem gerðar eru til nemenda, hafa stórum aukizt frá því, sem áður var, en kennslu- og námsaðferðir eru að mestu óbreyttar og námsgreinar flestar þær sömu. „Það verður hverjum list, sem hann leikur“, og þetta á við um kennara alveg eins og aðra menn. Þeir „kunnu“ að kenna, áður en fræðslulöggjöfin kom til skjalanna, og sú kunnátta breyttist ekkert við tilkomu hinna nýju laga. Þetta mun stjórn fræðslumála einnig hafa verið ljóst, bæði hérlendis og erlendis. í flestum þeim löndum, þar sem ég þekki eitthvað til skólamála, eru námsstjór- ar, sem leiðbeina kennurum, gefa skýrslur um störf þeirra og sjá jafn’vel um, að óhæfum mönnum sé bent á að fá sér annan starfa. Oftast mun þó leiðbeiningarstarfið vera aðal- verkefni námsstjóra. Hérlendis voru stofnuð svipuð emb- ætti, en ég veit ekki, hvert er starfsvið þeirra embættis- manna hérlendis. Ég hef aldrei orðið var við, að þeir hafi leiðbeint kennurum við framhaldsskóla um kennslu, náms- efni, aðferðir við kennslu eða lastað eða lofað starf kenn- ara. Vera má, að hér sé um að kenna ókunnugleik mínum. Ég sagði áður, að kennarar kunnu að kenna, og flestir vilja nota kunnáttu sína. Það krefst alltaf vinnu að læra eitthvað nýtt. Engar kröfur hafa heldur komið fram um það, að kennarar lærðu „neitt nýtt“, þótt skólaskyldan væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.