Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 107
MENNTAMÁL
169
kennara, ef gerbreyta á gömlum kennsluaðferðum. Óvíst
er einnig, hverjar þakkir kunna að verða, þótt vel takist,
sennilega veitir enginn því eftirtekt, en hins vegar mun
ekki skorta aðfinnslur, ef nemendum gengur illa á prófum.
Það er fjarri mér að vilja gera lítið úr gildi staðgóðrar
kunnáttu. En ekki má gleyma því, að skammt er síðan
aðalkunnátta almennings var kverið, „átján kafla“ eða
„tossakverið“ eftir getu nemenda. Það voru „aumingjar"
einir, sem gátu ekki einu sinni lært kverið, og margt barn-
ið mun hafa sannfærzt um aumingjaskap sinn af þessum
sökum. Enn í dag eru próf okkar í bóknámsskólum að
mestu leyti athugun á minni nemenda, og kennslan er und-
irbúningur undir þessi próf.
Mörg börn bera stimpilinn „aumingi“, er þau koma
úr unglingadeildum okkar, þar sem við skyldum þau til
að glíma við viðfangsefni, sem þau hafa engan áhuga á og
oft enga möguleika á að leysa. Þau, sem eru tápmikil, reyna
oft að gera uppreisn gegn skólanum, en komast þá oft-
ast jafnframt í kast við þjóðfélagið, verða vandræðabörn.
Danskur kennari sagði eitt sinn frá dreng, sem heldur
vildi vera vandræðabarn en heimskingi (Dumme-Per).
Honum fannst hann aðeins eiga um þetta tvennt að velja.
Hér mun margt um börn, sem taka svipaða afstöðu eins
og drengur þessi, og verður varla öðru um kennt, en að
skólinn býður þessum börnum ekki verkefni við þeirra
hæfi, oftast þurfa þau skólavistar við miklu fremur en
hin, sem dugleg eru til náms. Námsgetu unglings verður
aðeins breytt að litlu leyti, og þess vegna verður skólinn
að breytast. Þetta hlýtur að verða aðalverkefni námsstjóra
í náinni framtíð.