Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 117
MENNTAMAL
179
Skólavígsla að Varmalandi.
Laugardaginn, 21. maí s. 1. fór fram vígsla heimavistarbarnaskóla
Mýrasýslu að viðstöddu fjölmenni.
Kl. 12 á liádegi var miðdegisverður í skólanum fyrir boðsgesti, en
kl. 3 hófst vígsluathöfnin.
Avörp og ræður fluttu: Menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson, sr.
Bergur Björnsson form. skólanefndar, Jón Steingrímsson sýslumaður,
Stefán Jónsson námsstjóri, Guðmundur Jónsson hreppstjóri Hvítár-
bakka, Vigdís Jónsdóttir forstiiðukona kvennaskólans að Varmalandi,
Bjarni Andrésson kennari og Ólatur fngvarsson skólastjóri.
Iíirkjukór Stafholtstungna söng undir stjórn Guðmundar Jónssonar
frá Valbjarnarvöllum og kvennakór lnismæðraskólans að Varmalandi
undir stjórn Bjarna Andréssonar kennara.
Mikil ánægja ríkti í héraðinu yfir byggingu þessa glæsilega skóla-
heimilis, og töldu margir byggingu þessa skóla, fyrir sveitir heils
sýslufélags, marka tímamót í skólamálum strjálbýlisins. Skólastarf í
vetur hófst í byrjun desembermánaðar, en skólanum var slitið unt
miðjan maí.
Alls sóttu skólann í vetur um 80 börn, sem skiptust í tvo flokka
eftir aldri og getu, og voru því að jafnaði um 40 börn í skólanum
samtimis. — Starf skólans í vetur var með miklum ágætum.
Sr. Bergur Björnsson stjórnaði hátíðahaldinu og framkvæmdi sjálfa
vígsluna, skrýddur hempu, og lýsti blessun Guðs yfir skóla og skóla-
starfi.
Heillaskeyti bárust meðal annars frá fræðslumálastjóra, sem nú er
vestur í Ameríku, Ingimar Jóhannessyni fulltrúa, Aðalsteini Eiríks-
syni námsstjóra og Bjarna M. Jónssyni námsstjóra.
sama lag og að var vikið hér á undan, að myndir væru
prentaðar á einum stað, en hver þjóð gerði texta með þeim
hætti og þeim viðbótum, er henta þætti.