Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 20
82
MENNTAMÁL
því orðið sú, að bóknámsfyrirkomulagið hefir víða hald-
izt um of. Ef til vill eiga fræðslulögin nokkura sök á því.
í þeim er gert ráð fyrir skýrt afmörkuðum deildum, bók-
námsdeildum og verknámsdeildum, en ekki millistigum.
En ég held, að mér sé óhætt að fullyrða fyrir munn þeirra,
sem frumvörpin sömdu, að þeir hafi ætlazt til, að fara
mætti bil beggja, þar sem það hentaði betur aðstæðum.
Og þannig hefir sá merki skólamaður, Þórarinn Þórarins-
son skólastjóri á Eiðum, skilið þetta, er hann kom hinni
nýju skipan á gagnfræðadeild síns skóla og á því hefir
hann fengið staðfestingu menntamálaráðuneytis.
Það er ekki andi fræðslulaganna að vilja hneppa skóla
í fjötra lagabókstafs, heldur að gera þeim kleift að gegna
sem bezt hlutverki sínu í þágu vaxandi kynslóðar. Upp-
hafsgrein laga um fræðslu barna hljóðar svo:
„Barnaskólar skulu leitast við að haga störfum í sem
fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda sinna, hjálpa
þeim að öðlast heilbrigð lífsviðhorf og hollar lífsvenjur,
vera á verði um líkamshreysti þeirra og veita þeim tilsögn
í lögskipuðum námsgreinum, hverjum eftir sínum þroska."
1 þessum anda álít ég, að eigi að túlka fræðslulögin.
Að lokum tel ég ástæðu til að minna á tvo kafla í lögun-
um um menntun kennara, sem lítt eða ekki hafa komið
til framkvæmda. Það er II. kafli, sem fjallar um kennslu-
stofnun í uppeldisvísindum við Háskóla íslands og III.
kafli, um æfinga- og tilraunaskóla. Dálítið í átt við það,
sem til er ætlazt í II. kafla, hefir verið upp tekið við há-
skólann með kennslu í uppeldisfræðum til B. A.-prófs.
Er það [til] nokkurra bóta. En æfingaskólinn er enn gap-
andi eyða í íslenzkum uppeldismálum. Hugsaði milliþinga-
nefndin sér þó, að hann yrði upphaf og orkugjafi flestra
endurbóta á skólaháttum landsins. Og mér er til efs, að
nefndin hefði verið jafndjörf í tillögum sínum, ef hún
hefði vitað fyrir fram, að stofnun hans mundi dragast
svo á langinn. Um hann fjallaði fyrsta frumvarpið, sem