Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 69
MENNTAMÁL
131
dómum, og sjá um, að þau komi ekki í skóla fyrr en af þeim staf-
ar engin smithætta.
14. Honum ber að skera úr um, livort börn skuli undanþegin kennslu
að nokkru eða öllu leyti.
15. Skólalækninum ber ekki að taka börn til læknismeðferðar í skól-
anunt, en vísa skal hann til læknisaðgerðar þeim börnum, er þess
þurfa. Hann skal tilkynna það aðstandendum barnanna og fylgj-
ast með því, að fyrirmælum sé framfylgt.
Ifi. Skólalæknum ber að liafa eftirlit með hreinlæti og hollustuhátt-
um í barnaskólunum, og ber starfsfólki skólanna að hlíta fyrir-
mælum skólalæknanna ]>ar um.
Það er auðsætt, að mikið af þessu er framkvæmt af skóla-
hjúkrunarkonunni, enn fremur hið daglega eftirlit, hjálp
í viðlögum, heimsóknir, þegar með þarf, o. s. frv. Yfirleitt
má segja, að heilsugæzla í skólum væri lítt framkvæman-
leg án skólahjúkrunarkonu.
Skólaárið 1951—1952 voru í Reykjavík 6249 barna-
skólabörn. Af þeim sóttu 5694 barnaskóla Reykjavíkur-
bæjar. Þeir voru 5 að tölu.
Heilsugæzla í öllum barnaskólum bæjarins er fram-
kvæmd á mjög svipaðan hátt, en þar eð ég þekki bezt til
í mínum skóla, Laugarnesskólanum, mun ég segja frá því
hér, hvernig heilsugæzlan fer fram þar.
Að heilsugæzlunni vinna tannlæknir, hjúkrunarkona,
hjálparstúlka tannlæknis og ljósastúlka. Þetta eru aðal-
störf. Enn fremur skólalæknir, sem hefur þetta að auka-
starfi.
í byrjun hvers skólaárs er gert berklapróf á öllum
skólabörnum. Berklavarnarstöðin fær skýrslu um öll þau
börn, sem reynast jákvæð, og skoðar hún þau eftir sínum
starfsreglum.
Þau börn, sem s. 1. vetur voru í meðferð vegna hrygg-
skekkju eða ilsigs, og þau, sem eitthvað fannst athuga-
vert við með tilliti til þessara sjúkdóma, eru skoðuð og
send til meðferðar, ef þurfa þykir. Þá er byrjað á almennri