Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 58
120
MENNTAMÁL
JÓNAS B. JÓNSSON:
Bókasöfn í skólum.
Útgáfa, námsbóka.
Bók er það fyrsta, sem barni er fengið í hendur, er það
kemur til starfs í skólann. Nú má gera ráð fyrir, að fyrstu
skólaárin geti haft mikil áhrif á afstöðu barna til bóka al-
mennt, og varðar þá miklu, að vel sé vandað til kennslu-
bóka, lestrar- og lærdómsbóka, bæði að útliti og efni. Bæk-
urnar þurfa að vera þannig gerðar að ytra frágangi, að
það laði börnin til þess að skoða þær og nota. Efnið þarf
að heilla hugi barnanna og örva þau til meiri lestrar.
Margt bendir til þess, að bækur ríkisútgáfunnar full-
nægi ekki þessum kröfum. Ytra útlit þeirra er ekki aðlað-
andi, myndirnar fábreyttar, og bækurnar eru auðfengnar
aftur fyrir lítið eða ekkert verð, ef þær skemmast eða
glatast, og eru því oft lítils metnar af börnum og aðstand-
endum þeirra.
Hafa margar raddir komið fram um, að breyta þurfi
lögum um ríkisútgáfu námsbóka, og tel ég það fyllilega
tímabært og álít, að til greina komi að leggja hana niður.
Það er sitt hvað, að börn fái ókeypis skólabækur eða ríkið
gefi þær út. Á Norðurlöndum þekkist t. d. ekki ríkisútgáfa
námsbóka, þótt börnin fái skólavörur ókeypis. Ríkisút-
gáfur í Bandaríkjunum, t. d. í Kansas og Kaliforníu, hafa
ekki gefið góða raun, sbr. grein N. Hánninger í „Skolpro-
blem hemma och ute“ 1952.
Er brýn nauðsyn að endurskoða lög um ríkisútgáfu
námsbóka nú þegar.