Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 83
MENNTAMAL
145
GJJÐJÓN GUÐJÓNSSON:
Kvikmyndir í skólum.
Síðan Jónas Hallgrímsson kvað milli gamans og alvöru
vísu sína:
Eg er kominn upp á það,
allra þakka verðast,
að sitja kyrr í sama stað,
en samt að vera að ferðast,
hafa margvíslegar tækniframfarir orðið til þess að létta
undir með þeim, sem vilja leiða augun sem mest að furð-
um og dásemdum þessa heims. En þrátt fyrir það mundi
engum endast ævin til að sjá með eigin augum allt, sem
hugurinn kann að girnast. En þá er að grípa til þess ráðs,
sem næst bezt er, að sjá með annarra augum það, sem ekki
verður nálgazt.
Það var ekki fyrr en löngu eftir daga Jónasar, að menn
fundu upp það tækið, sem einna bezt hefur verið gert til
þess að geta séð með annarra augum sér til skemmtun-
ar og fróðleiks. Það er kvikmyndavélin og filmræman.
í lífi sínu. Enginn sannur kennari gerir lítið úr heimili
barns eða foreldrum, svo það heyri. Það yæri sama og að
kippa undan því fótunum. Svipað er um það að segja, ef
fólk hallmælir skóla, kennurum og námi 1 áheyrn barna
sinna. Þau missa traust og trú á öllu saman.
Skólinn er til vegna barnsins. Hann kemur því ekki að
góðu gagni, nema barnið beri fyrir honum virðingu og hafi
trú á námi sínu. Allir, sem vilja barninu vel, ættu því að
stuðla að virðingu þess fyrir námi og skóla.
10