Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 72
134
MENNTAMÁL
þau börn, sem að eðlisfari eru neyzlu- og holdgrönn.
Þetta er að vissu leyti skiljanlegt, þegar þess er gætt, að
barnaskólabörnum í Reykjavík hefur á s. 1. 15 árum fjölg-
að úr 3700 upp í 6249. Skólaaldurinn hefur þar að auki
verið lengdur um 1 ár. Bærinn hefur því einnig orðið að sjá
fyrir geysimiklu húsnæði handa gagnfræðaskólabörnum.
Það er því knýjandi nauðsyn, að skólahúsnæðið verði auk-
ið sem allra fyrst. Finnst mér fráleitt, að nauðsynlegt sé,
að væntanleg skólahús séu eins fádæma vönduð og dýr
og þau, sem byggð hafa verið á undanförnum árum.
Á s. 1. skólaári fannst um haustið Jús í 3 börnum, öllum frá sama
heimili. Yfir veturinn fannst lús í 11 til viðbótar. Reykjavík má lieita
lúsalaus bær. Það verður aftur á móti ekki sagt um sveitir landsins,
og berst því lús til liöfuðstaðarins við og við. Maurakláði fannst hjá 2
börnum, hryggskekkja hjá 41, af þeim voru 20 send í sjúkraleikfimi.
Ilsig fannst hjá 74, 28 þeirra voru send í fótaæfingar. Berklapróf var
jákvætt hjá 5, sem ekki liöfðu verið berklabólusett eða jákvæð áður.
Berklapróf var gert á 1728 börnum. 295 voru jákvæð. Af þeim höfðu
174 verið berklabólusett, að svo miklu leyti sem við vissum. Afleiðing-
ar eítir beinkröm fundust hjá 96. Gleraugu notuðu 123. Heyrnar-
sljóleiki fannst aðeins hjá 3. Prófið var framkvæmt með livíslrödd í
6 metra fjarlægð.
Sökum fjölda nemenda komst tannlæknirinn ekki yfir að anna
öllu því, sem gera þurfti. Útundan urðu efsti bekkur barnaskólans,
12 ára börn, og gagnfræðaskólabekkirnir. Þessum nemendum var að-
eins veitt hjálp við tannpínu og þess háttar. Börn á aldrinum 7—11
ára voru um 1200. Við barnatennurnar var ekki gert, en þær teknar,
ef með þurfti, 434 voru teknar. Um fullorðinstcnnurnar er þetta að
segja: 281 vantaði, áður viðgerðar voru 1193. Skemmdar voru 1414,
af þeim voru teknar 165, fylltar voru 954 og rótaraðgerð var fram-
kvæmd á 85.
Á s. 1. vori gafst mér tækifæri til að sækja þing skóla-
lækna, sem háð var á vegum heilbrigðismálanefndar Sam-
einuðu þjóðanna (World Health Organization). Þing þetta
var háð í Danmörku og Hollandi og stóð í 3Á2 viku. Sóttu
það skólalæknar frá 27 löndum Evrópu, Norður-Afríku og
Vestur-Asíu, einn frá hverju landi.