Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 109
MENNTAMÁL
171
Uppeldislegt rannsóknarstarf
hjá frændþjóðum.
PÆDAGOGISK INSTITUT í DANMÖRKU.
í ágústmánuði 1950 skipaði menntamálaráðuneyti Danmerkur nefnd
til að gera tillögur um stofnun, starfsreglur og viðfangsefni uppeld-
isfræðilegrar rannsóknarstofu. Nefndin skilaði rækilegu áliti í maí
1953, er það prentað í Kaupmannahöfn sama ár og lieitir Betænkning
angáende oprettelse af et pædagogisk institut, 85 bls. í stóru broti.
Með nefndarálitinu er frumvarp að lögum og reglugerð fyrir stofn-
un þessa.
Þar sem ætla má, að ýmsa fýsi að frétta af nefndaráliti þessu og
kynna sér efni þess, þótti rétt að segja frá því í Menntamálum. Nefnd-
arálitið skiptist í fimm kafla: I. Sögulegur aðdragandi. II. Álit nefnd-
arinnar. III. Frumvarp til laga fyrir stofnunina. IV. Reglugerð stofn-
unarinnar. V. Fjárhagsáætlun.
í fyrsta kaflanum eru m. a. rakin upptök uppeldisfræðilegra ránn-
sókna í Danmörku, sagt frá samtökum manna, er að þeim hafa stuðl-
að og unnið, sálfræðilegri þjónustu í skólum, menntun sálarfræðinga,
þróun tilraunakennslu o. fl.
í öðrum kafla er m. a. gerð grein fyrir viðfangsefnum stofnunar-
innar, deildaskiptingu hennar, stjórn, fulltrúaráði, menntun starfs-
liðs o. fl. Efni fjórða og fimmta kafla verður ekki rakið hér frekar,
enda koma þar fram frumvörp ein og áætlanir.
Ymis fylgiskjöl eru með álitinu, m. a. stutt yfirlit um skipun upp-
eldislegra rannsóknarstarfa á öðrum Norðurlöndum, nema íslandi, enn-
fremur á Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Hollandi og Bandaríkj-
unum.
Lagt er til, að rannsóknarstofan skiptist í fimm deildir, og á deild-
arstjóri að stjórna hverri deild, en forstjóri er fyrir stofnuninni allri.
Skulu þeir allir hafa laun sem háskólakennarar, en forstjórinn auka-
þóknun fyrir ábyrgð sína.
Deildirnar skulu vera:
I. Deikl til að annast kennslufræðilegar rannsóknir.