Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 52
114
MENNTAMÁL
MAGNÚS JÓHANNSSON:
SegulhljóSritun.
Saga segulhljóðritunarinnar nær skammt aftur í tímann.
Þó er talið, að hugmyndin hafi fyrst komið opinberlega
fram og einkaleyfi verið skrásett árið 1862. Árið 1888
skrifar Oberlin Smith grein í raffræðitímarit og kemur
með þá hugmynd að fella stálduft eða stutta vírbúta í
silkisnúru, er dregin væri meðfram segulskautum síma-
tækis. Þessa hugmynd sína framkvæmdi hann þó aldrei,
og það var ekki fyrr en Daninn Valdemar Poulsen fékk
staðfest einkaleyfi sitt á Telegraphon árið 1898, að fyrsta
áfanga var náð. Poulsen notaði stálvír, 1/100 úr þumlungi
að gildleika og dró hann hratt fram hjá segulhæfum kjarna,
vöfðum eirvír, er flutti rafstraum, mótaðan hljóðsveifl-
um, áþekkt síma. Hið breytilega segulmagn, er rafstraum-
urinn olli í kjörnunum, vakti tilsvarandi segulhrif í stál-
vírnum, um leið og hann rann fram hjá. Væri svo síma-
„hlust“ tengd við eirvöf kjarnans og stálvírinn dreginn
fram hjá eins og áður, vöktu segulsvæðin í honum raf-
straum, sem olli hljóðsveiflum í heyrnartólinu — endur-
tók það, sem sagt hafði verið. Þetta er enn grundvallar-
atriði í segulhljóðritun.
Poulsen var veittur margs konar heiður, en uppgötvun-
in varð þó ekki hagnýtt til hlítar. Til þess voru ýmsar or-
sakir, en þó hefur sennilega valdið mestu, að þá þekktu
menn enga möguleika til hljóðmögnunar, og leið svo fram,
enn ekki langur, virðist það ekkert vafamál, að segulbands-
tækin eigi heima í skólunum. Mun þetta sannast enn betur,
er kennurum gefst almennt kostur á að kynnast tækjunum
og hinum ýmsu möguleikum, sem þau búa yfir til aukinn-
ar upplífgunar og f jölbreytni í leik og starfi skólanemenda.