Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 48
110
MENNTAMÁL
ég tel, að fræðslumálaskrifstofan ætti að geyma safn af
skuggamyndum, sem fræðarar skólanna mættu skoða þar
innan veggja sér til leiðbeiningar við val á myndum fyrir
filmusöfn sín. Fræðslumálaskrifstofan mun nýlega hafa
hafizt handa um að vinna skuggamyndir fyrir skólana til
fræðslu um ísland. Ættu skólar að gerast kaupendur að
slíkum myndum og gefa þar með þessari þörfu starfsemi
byr í segl.
Um skuggamyndaramma er það að segja, að ýmsum
þykir hentugra að sýna þannig eina og eina mynd, en hafa
þær ekki samfelldar á filmu. Hvort tveggja sjónarmiðið
hefur nokkuð til síns máls. Flestar skuggamyndavélar —
og allar þær, sem ég hef nefnt hér — sýna einnig myndir
í slíkum römmum.
Nokkra nýlega skóla hef ég komið í hér á landi, þar sem
engin tök voru á að byrgja glugga, er ég skyldi sýna þar
myndir að degi til. Gekk okkur nærri því eins illa að loka
blessað dagsljósið úti eins og Bakkabræðrum forðum að
bera það inn í húfum sínum. Að sjálfsögðu þarf að ráða
við sig, þegar skólahús er byggt, hver aðferð skuli höfð við
að byrgja glugga. Sums staðar tíðkast að koma tjöldum
fyrir þannig, að ekki þarf annað en snúa sveif til að draga
þau niður á nokkrum augnablikum og fullmyrkva stofuna.
En ódýrara mun að hafa laus tjöld, sem hengja má fyrir
gluggana, og er það tiltölulega fljótlegt. Svartlitaður tjald-
dúkur (þykkt t. d. fyrir 5 manna tjald) dugar mér vel.
Tvöfaldur svartur ,,lastingur“ gefur og ágæta raun. Slík
gluggatjöld þurfa að vera af ríflegri stærð, ná vel fyrir
glugga alstaðar. Það er ergilegt, þegar myrkvunartjöldin
hleypa birtunni fram hjá sér í breiðum bunum. Þessi
tjöld fylgja vélinni frá einni stofu til annarrar.
Að sjálfsögðu kemur sér vel að geta sýnt í fullbirtu og
þurfa engan glugga að byrgja, með því að nota sýningar-
„tjald“ úr gleri. Geislinn, sem flytur myndina frá vélinni,
stefnir þá fyrst í áttina frá áhorfendum og inn í eins konar