Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 46
108
MENNTAMÁL
stofunni, ef filman er svört og hvít. Litfilma þolir að sjálf-
sögðu miklu verr annarlegt ljós í stofunni. Verður hún þá
grá og dauf. Tekizt hefur að setja laust endurkaststæki á
litlar vélar, sem annars eru ætlaðar fyrir filmur, og með
allgóðum árangri. Má þar nefna Zeitt-vélina þýzku. En á
henni er að vísu endurkastsmyndum það markaður bás í
„hleðslurúminu“, að helzt er að sýna póstkort og smærri
myndir og úr bókum það, sem hentuglega situr á blaðsíð-
unni. En tiltölulega fljótlegt er að skipta um tækin, ef sýna
skal á víxl með endurkasti og gagnlýsingu. Ljósmagn vél-
arinnar, nægilegt fyrir filmur, er 250 w. Er rétt að ráðgast
við seljanda um fyrirhugaða notkun vélarinnar, þegar
hún er keypt. Vél þessi hefur orðið mikill fengur íslenzk-
um skólum, það ég veit.
Kershaw-vélin enska hefur einnig reynzt vel, er lítil og
einföld og gefur skýrar myndir, en er eingöngu fyrir
gagnlýsingu.
Sumar dýrari endurkastsvélar sýna myndir úr allstór-
um bókum. Ross-vélin enska hefur lengi þótt góð. Aldis-
vélin einnig, sem endurvarpar og gagnlýsir án þess að
skipta þurfi um stykki í henni. Zeiss-Ikon merkið hefur
lengi þótt gott, og eru nú fluttar inn vélar af því tagi,
bæði til endurkasts og lýsingar. Elite-vélin enska er sú vél,
sem ég veit bezt sniðna til að fullnægja alls konar kröfum
sem skólavél, svo sem um endurkast alls konar stærri og
smærri hluta, því að „hleðslurúm“ er á engri vél eins þægi-
legt. Hluturinn er aðeins lagður ofan á vélina. Svartar og
hvítar filmur koma vel út í fullu dagsljósi. Hún getur sýnt
ágætlega smásæja (míkróskópiska) náttúrufræðihluti o.
s. frv. Ljósmagn er venjulega 750 wött.
250 watta lampi dugar þokkalega í lítilli vél til að lýsa
filmu. Ekki sakar vélina, þótt rafmagnsspennan lækki tals-
vert, en að sjálfsögðu dofnar myndin. Sé lampi sterkari, er
venjulega blásari í vélinni, sem hægir mjög á sér við veru-
lega lækkaða spennu. Getur þá lampinn hitnað um of.