Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 46

Menntamál - 01.06.1955, Side 46
108 MENNTAMÁL stofunni, ef filman er svört og hvít. Litfilma þolir að sjálf- sögðu miklu verr annarlegt ljós í stofunni. Verður hún þá grá og dauf. Tekizt hefur að setja laust endurkaststæki á litlar vélar, sem annars eru ætlaðar fyrir filmur, og með allgóðum árangri. Má þar nefna Zeitt-vélina þýzku. En á henni er að vísu endurkastsmyndum það markaður bás í „hleðslurúminu“, að helzt er að sýna póstkort og smærri myndir og úr bókum það, sem hentuglega situr á blaðsíð- unni. En tiltölulega fljótlegt er að skipta um tækin, ef sýna skal á víxl með endurkasti og gagnlýsingu. Ljósmagn vél- arinnar, nægilegt fyrir filmur, er 250 w. Er rétt að ráðgast við seljanda um fyrirhugaða notkun vélarinnar, þegar hún er keypt. Vél þessi hefur orðið mikill fengur íslenzk- um skólum, það ég veit. Kershaw-vélin enska hefur einnig reynzt vel, er lítil og einföld og gefur skýrar myndir, en er eingöngu fyrir gagnlýsingu. Sumar dýrari endurkastsvélar sýna myndir úr allstór- um bókum. Ross-vélin enska hefur lengi þótt góð. Aldis- vélin einnig, sem endurvarpar og gagnlýsir án þess að skipta þurfi um stykki í henni. Zeiss-Ikon merkið hefur lengi þótt gott, og eru nú fluttar inn vélar af því tagi, bæði til endurkasts og lýsingar. Elite-vélin enska er sú vél, sem ég veit bezt sniðna til að fullnægja alls konar kröfum sem skólavél, svo sem um endurkast alls konar stærri og smærri hluta, því að „hleðslurúm“ er á engri vél eins þægi- legt. Hluturinn er aðeins lagður ofan á vélina. Svartar og hvítar filmur koma vel út í fullu dagsljósi. Hún getur sýnt ágætlega smásæja (míkróskópiska) náttúrufræðihluti o. s. frv. Ljósmagn er venjulega 750 wött. 250 watta lampi dugar þokkalega í lítilli vél til að lýsa filmu. Ekki sakar vélina, þótt rafmagnsspennan lækki tals- vert, en að sjálfsögðu dofnar myndin. Sé lampi sterkari, er venjulega blásari í vélinni, sem hægir mjög á sér við veru- lega lækkaða spennu. Getur þá lampinn hitnað um of.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.