Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 44
106
MENNTAMÁL
veita þeim síðan þá aukahjálp, sem þau þarfnast. Mikill
þrándur er hér í götu fyrir víðtæku starfi á þessu sviði,
þar sem er skortur á sérmenntuðum kennurum til starfs-
ins og vöntun skólanna á sálfræðilegri aðstoð.
Þar til lestrarbekkjum verður komið á hér, vil ég ein-
dregið hvetja kennara, sem hafa illa læs börn undir hönd-
um, til að reyna af fremsta megni, þrátt fyrir annir og
slæmar aðstæður, að kenna slíkum börnum einstaklings-
lega, og er þá mjög áríðandi að byrja með allra léttasta les-
eíni. Sjálfsagt þarf ekki að taka það fram, að í slíkri
kennslu þarf að beita ýtrustu þolinmæði og góðvild. Vel
þarf að ganga úr skugga um, að barnið kunni stafrófið til
hlítar. Fræðslufulltrúi Reykjavíkur hefur látið smíða
stafakassa,1) sem ættu að auðvelda starfið. Einnig ber að
gæta þess að fá barninu ekki í hendur önnur heimaverk-
efni en þau, sem öruggt er að barnið valdi, en ganga þá ríkt
eftir, að þau séu leyst af hendi. Ennfremur vildi ég benda
kennurum á, að mjög varasamt virðist að reyna að fá illa
læs börn til að auka hraða á lesefni, sem þau ráða ekki
fullkomlega við. Ég vil að endingu þakka ritstjóra Mennta-
mála fyrir að hafa gelið mér tækifæri til að skýra hér frá
minni fátæklegu reynslu og vona, að hún geti orðið ein-
hverjum til örvunar eða fróðleiks. Og síðast, en ekki sízt,
þætti mér vænt um, ef þessar línur mættu verða til þess
að kennarar miðluðu hver öðrum meira af þekkingu sinni
á lestrarkennslu og úrbætur yrðu ræddar, þar eð lestrar-
leikni er frumskilyrði til öflunar almennrar menntunar.
1) Sjá mynd á bls. 183.