Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 18
80 MENNTAMÁL fjölbreytilegri viðfangsefnum en fræðilegu bóknámi einu. Námskröfur þeirra voru líka þannig sniðnar, að það sam- ræmdist engri skynsemi að ætla meginþorra allra ungl- inga þess konar nám. Þetta gat blessazt, meðan sá hluti unglinganna sem hæfari var til bóknáms sótti þá einkum, en samt tel ég, að námið hafi verið of einhæft jafnvel fyrir þá, enda hefir það komið í ljós, síðan verknáms- deildir hafa verið stofnaðar, að margt góðra námsmanna kýs þær heldur og unir þar vel hag sínum. En þetta verk- nám er hvorki fugl né fiskur segja ýmsir. Engin starfs- grein er lærð til hlítar, og því fylgja engin atvinnurétt- indi. Það er nokkuð til í þessu. Samt hygg ég, að í þessu felist alvarlegur misskilningur. Það er ótvírætt eðli hvers heilbrigðs barns og unglings að vilja fást við ýmiss konar verk og helzt reyna talsvert margt í þeim efnum, og því fylgir sönn gleði að sjá eitt- hvað eftir sig liggja. Það er kyrking á heilbrigðri starfs- þrá að öðlast ekki tækifæri á því að mega stunda verklega iðju á ungum aldri, og ef tækifæri gefst ekki þá, er reynslan sú, að menn eiga erfitt um að fá sig til að læra ný verk, er þeir komast af unglingsárunum. Nú háttar víðast hvar svo til í kaupstöðum, að börn og unglingar eiga þess lítinn kost að læra verk á heimilum sínum. Það væri því mikil vanræksla af skólanna hálfu, ef þeir létu undir höfuð leggjast að bæta þeim þetta að einhverju leyti upp. Æskilegt er, að verknámið sé á fyrstu stigunum dálítið almenns eðlis alveg eins og bóknámið. Orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks, segir í Hávamálum. Það eru gömul sannindi, að menn þreifi [sig] áfram. Ungu fólki þarf að gefast kostur á að kynnast ýmsu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.