Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 18
80
MENNTAMÁL
fjölbreytilegri viðfangsefnum en fræðilegu bóknámi einu.
Námskröfur þeirra voru líka þannig sniðnar, að það sam-
ræmdist engri skynsemi að ætla meginþorra allra ungl-
inga þess konar nám. Þetta gat blessazt, meðan sá hluti
unglinganna sem hæfari var til bóknáms sótti þá einkum,
en samt tel ég, að námið hafi verið of einhæft jafnvel
fyrir þá, enda hefir það komið í ljós, síðan verknáms-
deildir hafa verið stofnaðar, að margt góðra námsmanna
kýs þær heldur og unir þar vel hag sínum. En þetta verk-
nám er hvorki fugl né fiskur segja ýmsir. Engin starfs-
grein er lærð til hlítar, og því fylgja engin atvinnurétt-
indi. Það er nokkuð til í þessu. Samt hygg ég, að í þessu
felist alvarlegur misskilningur.
Það er ótvírætt eðli hvers heilbrigðs barns og unglings
að vilja fást við ýmiss konar verk og helzt reyna talsvert
margt í þeim efnum, og því fylgir sönn gleði að sjá eitt-
hvað eftir sig liggja. Það er kyrking á heilbrigðri starfs-
þrá að öðlast ekki tækifæri á því að mega stunda verklega
iðju á ungum aldri, og ef tækifæri gefst ekki þá, er
reynslan sú, að menn eiga erfitt um að fá sig til að læra
ný verk, er þeir komast af unglingsárunum. Nú háttar
víðast hvar svo til í kaupstöðum, að börn og unglingar eiga
þess lítinn kost að læra verk á heimilum sínum. Það væri
því mikil vanræksla af skólanna hálfu, ef þeir létu undir
höfuð leggjast að bæta þeim þetta að einhverju leyti upp.
Æskilegt er, að verknámið sé á fyrstu stigunum dálítið
almenns eðlis alveg eins og bóknámið.
Orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki verks,
segir í Hávamálum. Það eru gömul sannindi, að menn
þreifi [sig] áfram.
Ungu fólki þarf að gefast kostur á að kynnast ýmsu,