Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 30
92
MENNTAMÁL
Hér er lokið þessum útdrætti einkunnabókarinnar. Ég
veit enn ekki, hvernig þessi stúlka lítur út, enda skiptir
það mig ekki öllu máli. Ég þekki hana samt miklu betur
en þó að ég sæi hana í svip, og veldur því þessi bók. Það
er þess vegna, sem mér fannst, að fleirum myndi e. t. v.
þykja gaman að fletta blöðum hennar. Og öllum þeim, sem
einkunnir gefa eða þiggja í skólum, ætti hún að geta orðið
nokkurt íhugunarefni.
Norrænt kennaranámskeið í Svíþjóð.
Norræna félagiS sænska efnir til námskeiðs fyrir norræna kennara
á Bohusgárden viS Uddevalla dagana 31. júlí til 6. ágúst í sumar.
Námskeið þetta nefnist: Að lesa og skilja. Þar verður m. a. tekið til
meðferðar: Athygli við lestur, lestrarsálarfrœði, aðferðir við lexiunám,
að lesa skáldsögur, leikrit og Ijóð, lestur dagblaða sem námsgrein á
stundatöflu, notkun handbóka, málið á kennslubókunum, aðferðir
við sjálfsnám og alþýðufrœðslu. — Sýning á bókum, sem um þessi efni
fjalla, verður í tengslum við námskeiðið.
Beinn kostnaður vegna námskeiðsins verður 110 sænskar krónur. —
Norræna félagið í Reykjavík veitir nánari upplýsingar.
Námskeið fyrir handavinnukennara.
Fyrirhugað er að halda viku til 10 daga námskeið í haust fyrir
handavinnukennara stúlkna í barnaskólum og skólum gagnfræða-
stigsins. Námskeiðið verður í Reykjavík og hefst um miðjan septem-
bermánuð. Jafnframt námskeiðinu verður rætt um handavinnukennslu
almennt í áðurgreindum skólaflokkum. Arnheiður Jónsdóttir handa-
vinnukennari veitir nánari upplýsingar um námskeiðið.
Námskeið þetta verður síðar auglýst nánar.