Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 38
100
MENNTAMÁL
taka upp fjölþættari náms-vinnu, hlutstæSari kennslu,
starfrænna nám.
Þetta er, og hefur verið, ýmsum kennurum hér á landi
augljóst mál ,og gerðar hafa verið tilraunir í þá átt. Vil
ég sérstaklega í því sambandi minna á Aðalstein heitinn
Sigmundsson. Hann kunni að meta gildi hins frjálsa starfs
í skólanum, starfsins, sem byggir á áhuga einstaklingsins
og traustinu til hans, náminu undir handleiðslu kennar-
ans, en ekki járnhörðu, skipandi valdi hans. En til slíkrar
breytingar þarf meira en orðin tóm. Inn á þá braut kemst
enginn kennari, svo að nokkru nemi, án þess að hafa mikið
af alls kyns hjálpargögnum, rúman tíma og frjálslega
námstilhögun.
Að þessu sinni verður ekki rætt frekar um þvílíka
skólastefnu. Auk þess. er hún mörgum kunn, a. m. k. þeim,
sem eitthvað hafa skyggnzt út fyrir landssteinana. En
hún er sannarlega mikillar athygli verð.
Sný ég mér því aftur að stafsetningunni, enda var ætl-
unin með þessum greinarstúf að benda á eina úrbót í
sambandi við hana.
Það er margreynt og sannað, að hægt er að verða sæmi-
lega að sér í stafsetningu án þess að læra allar reglur þar
að lútandi og án þess að styðjast við málfræði, nema að litlu
leyti. Þetta verður með þeim einfalda og frjálslega hætti að
iðka vetulega stílagerð og skriftir með aðstoð réttritunar-
orðabókar. Menn gátu áður fyrr, þó að skólakennsla væri
harla lítil, orðið töluvert ritfærir á þenna hátt, bæði með
rétta ritun orða og skipun þeirra í setningar. Fjöldi þeirra
manna, sem nú teljast prýðilega sjálfbjarga í ritun ís-
lenzks máls, hefur ekki numið réttritun sína með þeim
hætti að læra fyrst reglur og reyna síðan að nota þær
sem mælisnúru á einstök orð. Auðvitað er þetta mjög rök-
ræn aðferð, en hún er oft þung og kostar stundum meiri