Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 102
164
MENNTAMÁL
lengd. Flestir gagnfræðaskólakennarar munu því hafa
haldið áfram með gömlu aðferðirnar, að „búa nemendur
undir menntaskóla“, þ. e. að reyna að kenna þeim eins
margar staðreyndir og nemendur geta rúmað, hvort
sem þeim hefur verið ljúft eða leitt. Kennsluaðferðin hefur
víðast verið sú sama og áður var getið í sambandi við
kverið.
Nú hefur það reynzt ótrúlega lítið, sem sumir nemend-
ur í unglingaskólum hafa getað „rúmað“, eða ef til vill er
réttara að segja munað, og árangurinn af skólavistinni
hefur því orðið mörgum næsta lítill.
Gamall skólastjóri sagði eitt sinn við mig: „Ef mörg-
um nemenda þinna leiðist námið, þá er eitthvað að kennslu-
aðferð þinni.“ Þetta getur án efa verið rétt, en það þarf
ekki að vera það. Ef námsefnið er ekki við hæfi nemenda,
þá mun þeim venjulega leiðast að fást við það, og kenn-
arinn ræður mjög litlu um námsefni.
Kennarar ráða sjaldan prófverkefnum, og getur því
verið mjög varhugavert að slá slöku við hefðbundið náms-
efni, því dómur skólans um nemendur kemur aðeins fram
í einkunnum, sérstaklega prófeinkunnum, og hætt er við,
að starf kennara verði nokkuð metið eftir þeim einkunn-
um, sem nemendur hans fá. Kennarar eru yfirleitt ríg-
bundnir við ákveðið námsefni. Þeir geta hvorki breytt skól-
um né námsefni nema að litlu leyti, enda þótt þeir geti
bent á, að slíkt sé nauðsynlegt.
Hins vegar geta kennarar gert margt til þess að vekja
áhuga nemenda fyrir náminu, sérstaklega með fjölbreytni
í kennsluaðferðum. Námsstjórar í unglingaskólum gætu
gert mikið gagn, ef þeir bentu kennurum á þær kennslu-
aðferðir, sem bezt glæða áhuga nemenda og einnig, að
kennsluaðferðir og kröfur, sem gerðar eru til nemenda,
verða að vera mismunandi eftir hæfni þeirra og getu.
Þetta ætti að vera aðalverkefni námsstjóra í unglinga-