Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 102

Menntamál - 01.06.1955, Side 102
164 MENNTAMÁL lengd. Flestir gagnfræðaskólakennarar munu því hafa haldið áfram með gömlu aðferðirnar, að „búa nemendur undir menntaskóla“, þ. e. að reyna að kenna þeim eins margar staðreyndir og nemendur geta rúmað, hvort sem þeim hefur verið ljúft eða leitt. Kennsluaðferðin hefur víðast verið sú sama og áður var getið í sambandi við kverið. Nú hefur það reynzt ótrúlega lítið, sem sumir nemend- ur í unglingaskólum hafa getað „rúmað“, eða ef til vill er réttara að segja munað, og árangurinn af skólavistinni hefur því orðið mörgum næsta lítill. Gamall skólastjóri sagði eitt sinn við mig: „Ef mörg- um nemenda þinna leiðist námið, þá er eitthvað að kennslu- aðferð þinni.“ Þetta getur án efa verið rétt, en það þarf ekki að vera það. Ef námsefnið er ekki við hæfi nemenda, þá mun þeim venjulega leiðast að fást við það, og kenn- arinn ræður mjög litlu um námsefni. Kennarar ráða sjaldan prófverkefnum, og getur því verið mjög varhugavert að slá slöku við hefðbundið náms- efni, því dómur skólans um nemendur kemur aðeins fram í einkunnum, sérstaklega prófeinkunnum, og hætt er við, að starf kennara verði nokkuð metið eftir þeim einkunn- um, sem nemendur hans fá. Kennarar eru yfirleitt ríg- bundnir við ákveðið námsefni. Þeir geta hvorki breytt skól- um né námsefni nema að litlu leyti, enda þótt þeir geti bent á, að slíkt sé nauðsynlegt. Hins vegar geta kennarar gert margt til þess að vekja áhuga nemenda fyrir náminu, sérstaklega með fjölbreytni í kennsluaðferðum. Námsstjórar í unglingaskólum gætu gert mikið gagn, ef þeir bentu kennurum á þær kennslu- aðferðir, sem bezt glæða áhuga nemenda og einnig, að kennsluaðferðir og kröfur, sem gerðar eru til nemenda, verða að vera mismunandi eftir hæfni þeirra og getu. Þetta ætti að vera aðalverkefni námsstjóra í unglinga-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.