Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 93
MENNTAMÁL
155
Þrátt fyrir fjölgun gagnfræðaskólanna geta þeir ekki
tekið við öllum, sem vilja. Þeir urðu að vísa 12000 af
46000 umsækjendum frá á árinu, stafar það bæði af kenn-
ara- og húsnæðisskorti. Tilraunir með gagnfræðapróf í
hagnýtum greinum hafa gefið góða raun.
Menntaskólunum er verið að breyta. Þeir haia til þessa
starfað í tveimur deildum, en verða framvegis í þremur.
2 tilraunamenntaskólar hafa verið stofnaðir fyrir nem-
endur úr hinum óskiptu skyldunámsskólum, en þeir eru nú
að brautskrá fyrstu árgangana.
Aðsókn að lýðháskólum eykst með ári hverju.
Miklar breytingar voru gerðar á lögum um vangefin
börn. í hverju kjördæmi á að vera skóli og uppeldisstofnun
fyrir þau, og skal kennsla og umönnun vera ókeypis til
21 árs aldurs. Þau verða skólaskyld frá 7—21 árs.
Eftir mikinn undirbúning er kennaraháskólinn að taka
til starfa. Auk þess sem hann mun bæta menntun kennara,
munu kennarar frá fjarlægum skólum kynnast þar og
fræðast hver af öðrum um kennslu og skólafyrirkomulag.
Ætti það að auka skilning þeirra og víðsýni.
I launamálum hafa nokkrar breytingar orðið. Náms-
stjórar hafa verið teknir á launaskrá ríkisins. Fyrir kenn-
ara, sem flytjast vilja upp í 23. launailokk, en hafa ekki
næga menntun til að fá þær stöður, hefur verið komið á
fót námskeiðum. 7 slík námskeið með 131 þátttakanda
voru haldin 1954.
Nemendum skólanna fjölgar árlega, en skólahúsnæði
eykst ekki að sama skapi. Um 5000 bekkir barnaskól-
anna hafa ekki sína eigin stofu, og sama er að segja um
i/5 hluta framhaldsskólanema.
Hin mikla viðkoma stríðsáranna segir nú til sín. At-
vinnuvegirnir geta varla tekið við þeim mikla f jölda 13—18
ára unglinga, sem árlega yfirgefur skólana, en sá fjöldi
mun aukast hröðum skrefum á næstu árum, svo að nauð-
synlegt verður að grípa til sérstakra ráðstafana. Konung-