Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 32
94
MENNTAMÁL
3. Tvö safngler framan við peruna, auk kringlóttrar glerplötu,
11,3 cm í þvermál.
4. Spegill og lárétt safngler.
5. Myndop, 7i/2X8i/2 cm (lárétt). Hægt er að minnka myndopið
með málmplötum, sem á eru raufar fyrir orð, setningar og minni
myndir.
6. Safnglershólkur (lóðréttur). 4i/2 cm í þvermál.
7. Spegill, stillanlegur á ýmsa vegu.
8. Kælir, nauðsynlegur vegna mikils liita frá perunni.
Öll nauðsynleg stillingartæki fylgja vélinni.
Hægt er að sýna skuggamyndir f vél þessari á gagnsæjum plötuin.
Sýna má við venjulega dagsbirtu og á sléttum veggjum, þó að oft sé
betra að hafa tjald.
II. HRAÐSJÁ (flashmeter eða tachistoscope).
Tengja má við vél þessa tæki, sem er svipað að gerð og
lokari á myndavélum. Stilla má tæki þetta svo sem hér
segir: Á 1 sek., 1/2, 1/5, 1/10, 1/25, 1/50 og 1/100 úr sek.
Tæki þetta er hér nefnt hraðsjá. Einnig má spenna lok-
arann alveg upp og sýna myndir eins lengi og henta þykir,
svo sem í venjulegum skuggamyndavélum.
Ekki er talið hafa hagnýtt gildi að nota skemmri tíma
en 1/25 úr sek. við venjulegar aðstæður, t. d. lestrar-
kennslu.
Nauðsynlegt er, að birtan sé jöfn, svo að augun flökti
ekki milli ljósra og dökkra flata.
Notagildi.
Vél þessa má nota á margvíslegan hátt við kennslu:
1. Skuggamyndir. Hægt er að sýna skuggamyndaplötur,
sem eru jafnstórar myndopi vélarinnar eða minni. Þá má
og sýna filmræmur í vélinni.
2. Lesefni, orð og setningar. Hægt er að útbúa lesefni
til að sýna í vélinni. Það er gert þannig:
Lesefni er vélritað á gagnsæjan frumpappír, sem
fylgir vélinni. Er stærð hvers blaðs jöfn venjulegu mynd-
opi vélarinnar. Frumpappírsblað þetta er lagt innan í til
þess gerðan „kalki“-pappír, sem brotinn er að báðum síð-