Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
151
7. Kvikmynd er sjálfstæður miðill þekkingar og frá-
brugðin bólcum.
Nemendur verða að hafa öðlazt allmikla lestrarleikni,
áður en þeir geta notið bókar til nokkurrar hlítar og skilið
hugsanaferil höfundar. En jafnvel fólk, sem er ekki bók-
læst, getur fyllilega notið kvikmyndar til jafns við þá, sem
læsir eru. Það getur „lesið“ mynd, þó að það þekki ekki
stafina. Jafnvel tornæmur nemandi getur endursagt furðu
vel það, sem hann las út úr myndinni. Þetta er afar mikil-
vægt. Af því leiðir, að misgreindir nemendur í bekk geta
betur fylgzt að við námið, ef kvikmyndir eru notaðar
verulega við kennsluna.
Það væri fráleitt að láta sér nægja fullyrðingar einar
um ágæti kvikmynda sem kennslutækis. Þess er ekki held-
ur þörf. Víðtækar og margbreyttar rannsóknir og tilraun-
ir hafa verið gerðar á notagildi þeirra við kennslu í ýmsum
greinum og ýmsum aldursstigum nemenda. Hér skal að-
eins getið um nokkrar niðurstöður, sem Wittich og Fowlkes
tilfæra í bók sinni: Audio-Visual materials, their nature
and use. Tilraunir, sem þeir gerðu með nemendur á aldr-
inum 12—15 ára, hófu þeir á þá leið, að þeir sýndu þeim
nokkrar valdar kvikmyndir um náttúrufræði og landfræði-
leg efni og létu þá svo gera skriflega grein fyrir, hvernig
þeim gazt að þessari nýbreytni. Voru flest svörin á líka
leið, og eru nokkur tilfærð:
— Mér iinnst einið auðskildara í kvikmyndinni en af bókum. Þar
er ekki notað eins mikið a£ þungum orðum og í landafræðinni.
— Ég sá á kvikmyndinni alveg hvernig önnur lönd líta út og eins
fólkið, sem á þar lieima. Og það varð allt miklu ljósara fyrir mér,
itvar það er i heiminum.
— Eg liafði alltaf óljósa hugmynd um lifnaðarhætti fólksins, þó
að ég læsi um það í bókum, og ég vissi ekkert, hvernig það lítur
út og hvernig það býr sig.
— Mér finnst reglulega gaman að kvikmyndum, af því að á þeim
sé ég svo margt, sem ekkert er getið um í bókunum. Allt verður svo
miklu ljósara. Ég alveg sé það fyrir mér.