Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 118
180
MENNTAMÁL
Sitt af hverju tæi.
Nefnd til að undirbúa sálfrœðilega þjónustu i skólum.
18. april skipaði menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson nefnd
til að gera tillögur eða eftir atvikum semja lagafrumvarp um skipun
sálfræðilegrar þjónustu í skólum. Skal nefndin ltafa lokið störfum
eigi síðar en 1. sept n. k. í nefndinni eru: Ásgeir Pétursson stjórnar-
ráðsfulltrúi, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri og dr. Matthías Jónasson,
er hann form. nefndarinnar.
Jónas Pálsson fœr styrk til að rannsalia forsagnargildi einkunna.
Menntamálaráð hefur veitt Jónasi Pálssyni sálfræðingi 1500,00 króna
styrk til þess að rannsaka forsagnargildi einkunna á landsprófi. Eink-
unnir á landsprófi skera úr um það að miklu leyti, hverjir freista
menntaskóla-, kennara- og háskólanáms. Er því ekki einskis vert að
vita með sæmilega glöggum liætti, hversu trúverðuglega einkunnirnar
segja fyrir um hæfni manna til að stunda áður nefnt nám, enda mun
fræðslumálastjóri og formaður landsprófsnefndar hafa óskað eftir, að
Jónas ynni þetta starf, rektorum menntaskólanna mun einnig liafa
þótt það æskilegt, og fleiri mæltu með því.
Það er ánægjulegt, að menntamálaráð hefur viðurkennt þetta við-
fangsefni, hitt er annað mál, hversu langt sú fjárhæð dregur til vanda-
sams vísindastarfs, er lirekkur naumast fyrir hálfri útidyrahurð eld-
húsmegin á einum skóla. Landsprófið hefur, sem kunnugt er, nokkur
áhrif, bein eða óbein, á allt skólastarf í landinu.
Nýr námsstjóri.
Jóhannes Óli Sæmundsson var settur námsstjóri barnafræðslunnar
á Austurlandi 7. marz s. 1.
Nýr barnaskóli og kaþella i Hnífsdal.
Svo sem mörgum mun í fersku minni, fauk barnaskólahúsið í Hnífs-
dal í ofviðri 27. febrúar 1953. Var þegar hafizt handa um að undirbúa
smíði nýs húss. Fé var að nokkru safnað með frjálsum samskotum.
Vannst verkið greiðlega, og er því nú lokið. Kapella og skólahús er
hér sambyggt. Húsið teiknaði Gunnlaugur Pálsson arkitekt. Biskup
landsins, herra Ásmundur Guðmundsson, vígði kapelluna á föstudag-