Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 106
168
MENNTAMÁL
endur læra að vinna, læra að velja og hafna og umfram
allt, þeir læra að starfa saman, hjálpa hver öðrum og starfa
bæði með lélegum og duglegum samverkamönnum. Þá æf-
ast þeir einnig í því að segja frá og svara, þegar þeir eru
spurðir. Það er krafizt stöðugrar hugsunar af nemendum.
Ekkert þarf að læra hugsunarlaust. Minnið fær litla þjálf-
un, þó fá nemendur mikla æfingu t. d. í réttritun o. fl.
Aðaláherzlan er lögð á að temja nemendum hagnýt og
nákvæm vinnubrögð, æfa athygli þeirra og dómgreind og
venja þá á að klæða hugsanir sínar í búning og setja þær
skýrt fram. Kennsluaðferð þessi krefst mikillar vinnu af
kennurum og yfirgripsmikillar þekkingar. Einnig verða
þeir að vera afburða stjórnendur eða verkstjórar, sem
alltaf eru reiðubúnir að örva og hvetja, ef kennsluárangur
á að verða góður.
Hætt er við, að kunnátta nemenda, sem numið hafa eftir
ofangreindri kennsluaðferð, yrði stundum harla lítil, mæld
með okkar prófum, en ég efast um, að okkar nemendur
gætu ætíð leyst þau viðfangsefni, sem nemendur eru látnir
glíma við í ofannefndum -rmmtskólum.
Dómur eða umsögn skólans um nemendur í vinnuskól-
um þessum byggist aðallega á starfsgetu, samvinnuhæfi-
leika og allri framkomu nemenda í skólanum, en að mjög
litlu leyti á því, hve mikið hann kann af námsefni utan-
bókar.
Hérlendis mun kennsluaðferð þessi lítið reynd ennþá í
framhaldsskólum. Munu liggja að því ýmsar orsakir, m. a.
eru kennarar hér bundnir af prófkröfum, hafa margir lítið
kynnt sér kennslutæki, áður en þeir hófu starf sitt, en
veigamesta ástæðan fyrir því, að kennsluaðferð þessi mun
eiga mjög örðugt uppdráttar hér næstu áratugina, er að
starfsskilyrði í framhaldsskólum eru ekki góð. Það má telj-
ast til undantekninga, að vinnuherbergi, lesstofa og bóka-
safn séu í skólunum, þar sem nemendur geta unnið að verk-
efnum sínum. Það þarf mikla vinnu og ósérplægni af hálfu