Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
119
á snertiflötinn. Þess háttar óhreinindi er nauðsynlegt að
hreinsa burt, en til þess má alls ekki nota málmverkfæri,
heldur hárkústa eða tré. Sem hreinsivökva má aðeins nota
carbon tetraklór.
í tónhaus flestra tækja er komið fyrir tvenns konar
segulvökum. Annar er til upptöku og flutnings, eins og
þegar hefur verið lýst. Hinn hefur sérstakt hlutverk, sem
sé að þurrka út og eyða þeim seguláhrifum, sem kunna að
vera til staðar á bandinu, áður en nýtt efni er hljóðritað.
Þannig má taka aftur og aftur á sama bandið, án þess að
ómur heyrist af því fyrra. Þessi segulvaki fær orku sína
frá sérstökum lampa í magnaranum, en þó aðeins, þegar
tækið er í ,,upptöku“-stillingu.
Það verður að gæta þess vandlega að setja tækið ekki
í ógáti í „upptöku“-stillingu, þegar hlusta skal á áður upp-
tekið efni, því að það þurrkast þá út, eins og áður er sagt.
Til þess að koma í veg fyrir slík mistök er á flestum
tækjum einföld loka, sem hreyfa verður til þess að hægt
sé að skipta í upptökustillingu. Ekki er óeðlilegt að endur-
nýja þurfi tónhaus eftir eitt til tvö ár, ef tæki er mikið
notað. Talsverða æfingu og nákvæmni þarf til að „stilla
af“ tónhaus, en svo er einnig um fleira varðandi viðgerðir
og viðhald segulbandstækja, og ætti því aðeins að fela
vönum fagmönnum slík verk.
Notkun segulbandstækja breiðist nú óðfluga út um allan
heim. Notagildi þeirra við margvíslega kennslu og æfingar
er óviðjafnanlegt. Tónlist og fræðsluerindi er þegar far-
ið að gefa út í stórum stíl á segulbandi. Segulritun hefur
óteljandi möguleika til lausnar tæknivandamálum framtíð-
arinnar. Nú þegar er til dæmis farið að taka sjónvarps-
kvikmyndir á segulband. Á næstu árum mun margt at-
hyglisvert koma á daginn, og þess vegna er tímabært að
vekja áhuga fyrir hagnýtingu þeirra nýjunga.
1. maí 1955.
Magnús Jóhannsson.