Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
79
þessu næsta frjálsleg, þar sem hægt er að tengja unglinga-
skólann ýmist barnaskóla eða gagnfræðaskóla eða hafa
hann sérstakan skóla, allt eftir því sem bezt hentar að-
stæðum á hverjum stað.
Næst á eftir lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu
voru sett lög um fræðslu barna. Þau lög fela í sér fáar
breytingar frá eldri lögum. Að vísu voru lögfestar með
þeim ýmsar venjur, sem á höfðu komizt í framkvæmd
þessara mála. I þau var einnig sett ákvæði um skiptingu
barnaskóla í tvær deildir yngri deild, fyrri þrjú árin og
eldri deild síðari þrjú ár barnaskólans. Þetta ákvæði hefir
fram að þessu einungis verið pappírsákvæði, en samt er
það ekki sett að óhugsuðu máli. Með því er lögð áherzla á
hið sérstaka hlutverk fyrstu ára barnaskólans. En hér
á landi hefir aldrei risið upp sérmenntuð stétt smábarna-
kennara. Tel ég að því mikinn baga. Meðan svo er ekki,
er þess varla að vænta, að þessi fyrirhugaða skipting
barnaskólans komist í æskilegt horf.
Annað atriði er og vert að nefna, og á það einnig við
um gagnfræðastigið. Hlutdeild ríkis í kostnaði við skóla-
hald, bæði rekstrarkostnaði og stofnkostnaði, var aukin,
en kostnaður sveitarfélaga minnkaður í sama hlutfalli.
Þessa hafa ýmsir ekki alltjent gætt, er þeir hafa gert
kostnað við skólahald að umtalsefni. En þetta þótti rétt-
mæt ráðstöfun á sínum tíma vegna rýrnandi tekjustofna
sveitarfélaga.
Lög um gagnfræðanám eru þriðju lögin í þessum bálki.
Helzta og mesta nýbreytnin, sem þau fólu í sér voru
ákvæðin um stofnun verknámsdeilda við gagnfræðaskól-
ana og enn fremur kröfur um sérstaka kennaramenntun
til handa kennurum þessara skóla.
Þess var áður getið, að hinir fyrri gagnfræðaskólar
voru að mestu leyti bóknámsskólar, en þegar aðsókn að
þeim óx, varð mjög aðkallandi að sjá nemendum fyrir