Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 77
MENNTAMÁL
139
Við höfum ekkert að athuga við námstíma yngri aldurs-
flokkanna þ. e. a. s. 7—11 ára barna, en hann var 18—22
kennslustundir á viku. Við lögðum til, að 12—15 ára börn
væru 24—27 kennslustundir í viku í skólanum.
Afleiðingin var, að nokkuð var dregið úr tímafjöldan-
um hjá elztu aldursflokkunum.
í Noregi eru 7 ára börn 18 kennslustundir á viku í skól-
anum, 12 ára börn 27 kennslustundir, og 14 ára 36. í
Svíþjóð eru 7 ára börn 18 kennslustundir, 12 ára 34. I
Danmörku: 7 ára börn 18 kennslustundir, 12 ára 36.
Ekki hafa menn enn orðið á eitt sáttir um hæfilega lengd
kennslustunda. Á Norðurlöndum er kennslustundin 50
mínútur með 5—10 mínútna hléi á milli. Sumstaðar í
Hollandi eru börnin í kennslustund frá 8.30 til 10.30, eða
tvo tíma í einu, fá svo hlé í 15 mínútur og eru þá aftur
45 mínútur í kennslustund. Síðdegis eru þau svo aftur
frá kl. 1.30 til kl. 3.30 án hlés. Skólalækninum, sem sagði
mér frá þessu, fannst þetta vera ófært. Ég held, að flestir
álíti 40—50 mínútna kennslustund heppilegasta.
Ég man frá mínum skólaárum, að lítið varð úr lestr-
inum á laugardögum. Það átti að bíða til sunnudags, og
svo átti það að bíða til sunnudagskvölds, og á endanum
varð ekki neitt úr neinu. En samvizkan var í mesta ólagi
og sektarmeðvitundin mikil. Ég held, að þetta sé svona
enn þá um flest skólafólk. í Noregi og Danmörku er bann-
að með lögum að setja börnum fyrir undir næsta dag eftir
leyfi. Ég álít, að við ættum að fara eins að og losa börnin
við sektarmeðvitund sína, því að lítið hefst, hvort sem
er, upp úr krafsinu.
Framh.