Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 34
96
MENNTAMÁL
og orðin, fyrst hægt og án tímatakmarks, svo með hrað-
sjá með framangreindum tímabilum. Æfing þessi heimt-
ar hnitmiðaða beitingu auga og skarpa skynjun á örfleygri
stund. Er það góð og árangursrík lexía fyrir hið hvikula
og hvimandi barn. Svona æfingar mega ekki standa lengi,
því að þær eru þreytandi. Og þeim verður að beita í léttum
tón. Ekki er hyggilegt að hafa mörg börn saman við slík-
ar æfingar — eitt, tvö eða fjögur börn í einu, eftir hjálp-
arþörf barnanna. Varla er ráðlegt að hafa slíka aðferð
við heilan bekk.
Þegar texti er íullæfður má skipta um lesmál á plötunni.
3. Átthagafræði: Sýningarefni er útbúið þannig:
Kaupa má glerplötur með vélinni, sem eru á stærð við
myndopið og eru „mattar“ á annarri hlið. Á möttu hlið
þessara glerplatna má teikna eða taka í gegn myndir, og
er þá ýmist teiknað með blýanti, eða þá með sérstökum lit-
krítum, sem gerðar eru til þessa verks. Einnig er hægt að
gera myndir á þennan mattflöt með sérstöku litbleki (7
litir). Þannig er hægt að gera myndir af mönnum, dýr-
um, jurtum, hlutum o. s. frv. og sýna þær í vélinni með
hraðsjá eða án hennar. Vandasamari myndir gera kenn-
ararnir. En einfaldari myndir er hægt að láta lagin
börn gera.
Sýningar svona mynda vekja fögnuð og eftirvæntingu,
auk þess sem þær eru fræðandi, ef vel er á haldið. Hægt
er að þvo myndirnar af plötunum og nota glerið þannig
aftur og aftur, meðan það er heilt. Myndir þessar er mjög
auðvelt að sýna öllum bekknum í einu og oft gert til þess
að vekja hugmyndir, auka áræði og kveikja áhuga fyrir
myndgerð og teikningu við átthagafræðivinnubrögðin og
námið yfirleitt. Vilji kennarinn t. d. fá börnin til að mynd-
skreyta vísuna: „Vorið góða grænt og hlýtt ...“, sýnir
hann téðar myndir, sem hann eða börnin hafa gert og
minna á efni vísunnar. Síðan eiga börnin að teikna mynd-
ir frá eigin brjósti um vísuna.