Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
109
Oft heyri ég menn dást meS réttu að hinum litlu og léttu,
ódýru, nýju skuggamyndavélum, sem varpa svo fallegum
myndum fyrir allra augu á vegginn eSa tjaldiS, stórum eSa
litlum, eftir ósk þess, sem sýnir, — en jafnframt bregSur
fyrir dapurlegum efa um gildi vélarinnar, meS því aS
hentugt sýningarefni muni skorta. Hér er mjög mikill
misskilningur á ferS. Mjög f jölbreytt og fróSlegt efni er nú
fáanlegt frá mörgum löndum, þar sem notkun skugga-
mynda hraSeykst og er orSin sjálfsagSur liSur í ýmiss
konar fræSslustarfi innan skóla og utan. Taka þær yfir
flestar námsgreinar. Vil ég þar nefna Bretland, Kanada,
Bandaríkin, NorSurlönd, Sviss, Holland, Þýzkaland. Sjálf-
sagt eru þau mörg íleiri, þó aS ég geti ekki nefnt þau af
eigin kynningu. Hver skóli ætti aS eiga sinn eigin stofn af
skuggamyndafilmum, sem jafnan séu tiltækar í skólahús-
inu. Auk þess er mjög auSvelt og eSlilegt, aS nokkrir skólar
í nágrenni hver viS annan hafi samvinnu um aS panta frek-
ari birgSir af filmum og láta þær ganga á milli skóla meS
því skipulagi, sem þeir koma sér saman um. ÞaS er óhugs-
andi fyrirkomulag til lengdar, aS fræSslumálaskrifstofan
eigi ein aS fullnægja þeirri eftirspurn á skuggamynda-
filmum, sem hlýtur aS skapast, þegar kennslutæki þessi
fara aS verSa almenn. Ekkert annaS en gnægS af góSum
filmum, sem eru mjög ódýrar í samanburSi viS kvikmynda-
filmur, getur skapaS skuggamyndavélinni þann sess, sem
henni ber. Ég veit ekki annaS en hún sé almennt meSal
kennara erlendis álitin aS öllu samanlögSu notadrýgra
kennslutæki en kvikmyndavélin. ÞaS er engin þörf aS tolla
skuggamyndafilmur eins og illan óþarfa. Fjöldi af skugga-
myndafilmum fæst á útlendum markaSi fyrir sem svarar
frá 15 og allt aS 100 kr. FræSslumálayfirvöldin og kenn-
arasamtökin ættu aS vinna aS því hiS fyrsta aS fá tolla-
farganinu létt af þessum skammdegisljósum skólanna, sem
veita fagra og fróSlega útsýn og komast nær því aS flytja
veruleikann inn í hug nemenda en svartir stafir á bók. En