Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 119
MENNTAMÁL
181
inn langa s. 1. Sama dag var skólahúsið vigt. Fjölmenni var á Hnífs-
dal þennan dag, menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson flutti ræðu,
auk margra annarra. Rækileg frásögn er af athöfn þessari í Morgun-
blaðinu 13. apríl þ. á.
Próf, stilar og œjingar.
Einkennileg breyting virðist mér hafa orðið á horfi nemenda við
skriflegum verkefnum á síðari árum. I flestum greinum eru öðru
hverju skriflegar æfingar, og voru þær áður fyrr kallaðar stílar, skrif-
legur reikningur eða skrifleg stærðfræði o. s. frv. Nú kannast nemend-
ur varla við þessar nafngiftir, einu virðist gilda, hver æfingin er og
hvenær hún er gerð, allt er kallað próf, próf og aftur próf. Mér er ekki
ljóst, af liverju breyting þessi stafar, en ég dæmi einkum af reynslu
minni við Kennaraskólann. Vera má, að það ráði einhverju, að nem-
endur eru þar nú lieldur yngri en áður var, en vart skiptir það þó miklu
máli. Ég treysti mér ekki til að rekja ástæður fyrir þessari breytingu,
cn hún er að ýmsu varhugaverð. Málvenjubreytingunni mun fylgja
hugarfars- og verkabreyting, og mun þó sönnu nær, að slíkt fari á
undan málvenjubreytingunni, þó að hvað styðji þar og bindi annað.
En það er geysilegur munur á því, hvort verk er unnið, æfing er gerð,
til þess að auka leikni og kunnáttu og taka framförum eða til þess eins
að mæld sé kunnátta manns. Legg ég til, að kennarar og nemendur
liætti þessari babelsku og kalli stílana stíla og próíin próf.
Notkun orðabóka d prófum.
Með reglugerð 18. apríl 1953 um stúdentspróf heimilar mennta-
málaráðuneyti Danmerkur, að orðabækur séu notaðar í þýzkum og
enskum stíl á stúdentsprófi. Ég ætla, að of lítið sé gert að því að láta
nemendur nota hjálpargögn á prófum. Ýmsir nemendur hyggja, að
það sé „svindl", ef þeim er sagt að nota ísl. stafsetningarorðabók á
prófi, t. d. í skriflegri uppeldisfræði, og þeir geta átt erfitt með að
skilja það sjónarmið, að það muni ekki aðeins heimilt, lieldur sé bein-
línis skylt að nota og kunna að nota einföldustu handbækur. Að
sjálfsögðu verður að sniða verkefni eftir því, livort nota niá hjálpar-
gögn eða ekki.
Barnaverndarfélag Reykjavikur og slysavarnir.
Barnaverndarfélag Reykjavíkur hefur beitt sér fyrir fræðslustarfi
til að koma í veg fyrir umferðarslys m. a. með almennum fundum
og því að senda dreifibréf í barnaskólana. Um það bil helmingur
þeirra barna, er urðu fyrir bifreiðum í Reykjavík árið 1953, var á for-
skólaaldri. Ætla má, að kennarar geti komið fræðslu um umferða-