Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 50
112
MENNTAMÁL
RAGNAR GEORGSSON:
Segulbönd í skólum Reykjavíkur.
Það var í marzmánuði 1953, að fyrstu segulbandstækin
voru tekin í notkun í skólum Reykjavíkurbæjar. Áður
höfðu þó skólarnir haft nokkur kynni af stálþráðartækj-
um, m. a. var slíkt tæki notað í Laugarnesskóla 1948 í
sambandi við leiðréttingu á flámæli barna.
Forstöðumenn Radio- og raftækjastofunnar, þeir Svein-
björn Egilsson og Magnús Jóhannsson, urðu til þess að
kynna skólamönnum þessar nýjungar, en þeir Jónas B.
Jónsson, fræðslufulltrúi, og Ármann Halldórsson, náms-
stjóri, höfðu strax mikinn áhuga á, að skólarnir gætu not-
ið tækjanna, og olli samvinna þessara manna því eink-
um, að útbreiðsla þeirra í skólunum varð ör. Hafa nú
allir barna- og gagnfræðaskólar bæjarins fengið segul-
bandstæki til afnota. Eru þau flest af þeirri gerð, sem nota
má jafnt til upptöku og flutnings, eða 10 af þeim 14 tækj-
um, sem skólarnir hafa fengið. Hin eru aðeins til flutnings.
Hljóðritað efni, er skipt hefur verið milli skólanna, nem-
ur nú samtals 500 snældum af ýmsum stærðum.
Hafa kennarar tekið tækjunum vel, og virðast þeir þeg-
ar hafa af þeim margvísleg not. Enn sem komið er, mun
notkunin þó vera mest í gagnfræðaskólunum og þá eink-
um í sambandi við framburðarkennslu í erlendum málum.
Leskaflar þeirra byrjendabóka í dönsku og ensku, sem
mest eru notaðar í gagnfræðaskólum bæjarins, hafa verið
hljóðritaðir á vegum Radio- og raftækjastofunnar, og hafa
skólarnir þegar fengið af því efni. Til þessa lestrar voru
fengnir erlendir (danskir og enskir) framburðarkennarar.
Þá hefur verið ákveðið að halda áfram frekari upptöku á