Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 56
118
MENNTAMÁL
vinstri til hægri, segulefni (matt) snúi inn að kjarna spólu
og tónhaus. Þá er efri helmingur bands í snertingu fyrir
upptöku eða flutning.
Segulbandstæki hafa tvíþætta byggingu. 1 fyrsta lagi 3
til 4 hljóðmögnunarstig og sveifluvaka. Þessum magnara
svipar að nokkru leyti til útvarpstækja að byggingu til, og
eru oft notaðar sömu gerðir lampa í báðum. Og einnig
meðferð þessa hluta tækjanna er því sambærileg við venju-
leg útvarpsviðtæki. Allt öðru máli gegnir um hinn þátt
segulbandstækjanna, hreyfibúnaðinn. Rafmótorinn snýst
25 snúninga á sekúndu, og önnur hjól og drif breyta þeim
hraða til hæfis við ákvarðaðan hraða segulbandsins. Aug-
ljóst er því, að þarna eru margir slitfletir og legur. Auk
þess eru armar, ásar, tengsl og hemlar til að breyta hreyfi-
stefnu og hraða. Hemlar þurfa að vera mjúkir, en þó ör-
uggir, svo að þeir ofbjóði ekki þanþoli segulbandsins. Ef
útaf ber í því efni, getur bandið mistognað og jafnvel slitn-
að. Val tækja þarf því sérstaklega að miða við þá eigin-
leika, að þau séu vönduð, einföld og traust að þessu leyti.
Tónhausinn er mikilvægasti hluturinn í segulbandstækj-
unum. Hann segulmagnar hinar örsmáu agnir járnoxýðs-
ins á bandinu í samræmi við styrk og tíðni tals og tóna,
sem hljóðritað er. Við flutning vekja segulsviðin á band-
inu veika rafstrauma í tónhausum, nákvæmlega sam-
hljóða þeim, er ollu segulmögnun bandsins áður. Við upp-
töku er hljóðnemi eða annar tóngjafi tengdur við magnar-
ann, sem margfaldar orku hljóðsveiflnanna og skilar þeim
þannig til tónhaussins. Flutningur fer á hinn bóginn fram
með því móti, að tónhausinn er tengdur við upptök magn-
arans, sem þúsundfaldar styrk hinna veiku rafstrauma og
flytur þá „gellinum", sem veldur hljóðöldum tals og tóna.
Tónhausinn slitnar talsvert vegna núnings af völdum
bandsins. Venjulega eru púðar úr mjúku efni látnir þrýsta
bandinu að, svo að það fái sem jafnasta snertingu við
segulfleti haussins. Oft safnast ryk og límkenndar agnir