Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
85
Akraness átti hann sæti eitt kjörtímabil, frá 1946—1950,
en þá var heilsu hans svo mjög tekið að hnigna, að hann
dró sig að mestu í hlé af vettvangi þjóðmálanna.
Aðal ævistarf sitt, barnakennsluna, rækti Ingólfur af
mikilli kostgæfni og því meiri sem starfsárunum fjölgaði.
I öllu skólastarfi sínu lagði Ingólfur mikla rækt við mót-
un skapgerðar nemenda sinna, minnugur þess, að bókleg
þekking er aðeins ein hlið sannrar menntunar.
Með Ingólfi er góður drengur og mikilhæfur starfsmað-
ur til moldar hniginn, að manni finnst fyrir aldur fram.
Guðmundur Björnsson.
VINNUDAGUR KENNARA.
Kennarar eru beðnir að lesa grein Jóhannesar Björnsson-
ar læknis með sérstakri athygli, og þeir eru minntir á nauð-
synina á því, að vel takist um samvinnu kennara og lækna,
enda er það talið eitt helzta hlutverk barnaskólanna að
vera á verði um heilbrigði nemenda. I grein sinni gerir
læknirinn ráð fyrir því, að vinnuvika kennara sé 45 stund-
ir. Þetta minnti mig á þá einkennilegu staðreynd, að vafi
skuli geta leikið á því, hversu langur vinnutími jafnfjöl-
menns hóps er. Nú leyfi ég mér að skora á kennara að senda
Menntamálum örstutta greinargerð um lengd vinnudags-
ins. Tvennt er þó ástæða að greina í sundur: Lengd vinnu-
dagsins í raun og æskilega lengd vinnudagsins, ef sinna
ætti þörfum nemenda svo sem bezt þætti unnið. Jafn-
framt er rétt að taka fram, ef ekki er átt við tilskilinn
kennslustunda- og nemendafjölda.