Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 96
158
MENNTAMÁL
FINNLAND.
Þar er frumvarp til laga um barnafræðslu til meðferðar
í þinginu, og hefur það, ásamt nefndaráliti um endurskipu-
lagningu menntaskólanna, vakið mesta athygli á árinu.
Þegar vorið 1953 var lagt fyrir þingið írumvarp til laga
um barnafræðslu og annað um launakjör og eftirlaun
kennara. Vegna þingrofs og stjórnarskipta var það ekki
tekið fyrir á því ári, en lagt fram óbreytt af hinni nýju
ríkisstjórn vorið 1954. Það hefur verið tekið til meðferðar
í nefnd, en er enn óafgreitt.
I frumvarpi þessu er stefnt að þrennu: að koma fastara
skipulagi á lög um barnaskóla, að gera framkvæmanlegar
ýmsar skipulagsbreytingar vegna hins aukna fjölda nem-
enda í barnaskólunum og að síðustu að skapa grundvöll
fyrir þróun skólamála í framtíðinni. Launa- og eftirlauna-
lögin stefna að því að fá barnaskólakennara færða á launa-
skrá ríkisins, síðan verða dregin frá launum þeirra gjöld
fyrir hlunnindi, t. d. húsnæði. Áður hafa kennarar fengið
peningalaun frá ríkinu, en sveitaríelög hafa greitt sinn
hlut í hlunnindum.
Stærsti viðburður ársins í skólamálum var nefndarálit
um menntaskóla, lagt fram af sérstakri ríkisskipaðri nefnd.
Það miðar að því að fella niður úr námsskrá skólanna úrelt
og þýðingarlaust námsefni til að rýma fyrir hagnýtari
námsgreinum. Nefndin hefur einnig athugað fyrirkomu-
lag menntaskólans og leggur til, að hann skiptist í 4 ára
gagnfræðadeild, sem taki við nemendum úr 4. bekk barna-
skólans, og 4 ára lærdómsdeild.
Til þessa hafa nemendur orðið að þreyta samkeppnis-
próf til inngöngu í menntaskóla. Þetta inntökupróf hefur
sætt mikilli gagnrýni og því verið tekið til athugunar nú.
Lagt er til, að prófgreinum fækki, að auk almennra þekk-
ingaratriða sé reynt að kynnast gáfum og þroska nemand-
ans og að umsögn kennara barnsins ráði nokkru um úrslit
prófsins.