Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 97
MENNTAMÁL
159
Að lokum leggur nefndin áherzlu á nauðsyn þess að veita
nemendum leiðbeiningar um stöðuval, en slíkar leiðbein-
ingar hafa til þessa aðeins verið veittar í nokkrum af stærri
borgunum. í tilraunaskyni er stungið upp á að koma slíkum
leiðbeiningum á í héraði einu í Mið-Finnlandi.
Eins og í flestum öðrum löndum er mikill hörgull á skóla-
húsnæði í Finnlandi, ekkert var byggt styrjaldarárin, en
margir skólar eyðilögðust, og auk þess eykst barnafjöld-
inn með hverju ári. Árin fyrir 1950 var ríkisframlag til
skólabygginga aukið mjög mikið. Vegna slæmra fjárhags-
ástæðna var mikið dregið úr þessum f járveitingum árin
1950-52, og þurfti þá byggingarleyfi til allra framkvæmda.
Nú hafa byggingarleyfi verið afnumin og ríkisframlag
aukið á ný, og gildir það til ársloka 1958.
Ákveðið hefur verið að stofna æfingamenntaskóla í Mið-
Finnlandi. Með því er átt við skóla, þar sem nýir kennar-
ar kenna eitt ár til reynslu. 3 slíkir skólar voru fyrir, allir
í Helsingfors.
Loks má geta þess, að kennararáðið kom saman til 4 daga
íundar milli jóla og nýárs. í því eru 45 fulltrúar barnaskóla,
menntaskóla, kennaraskóla, lýðháskóla og verknámsskóla,
og kemur það saman annað hvort ár. Það ræðir margs kon-
ar skólamál og gerir tillögur um þau og hefur þannig áhrif
á þróun skólamála í landinu.
NOREGUR.
Nefnd, sem gera átti tillögur um samræmingu og endur-
skipulagningu á norska skólakerfinu, starfaði frá 1948—52
og sendi frá sér 19 nefndarálit. Þingið tók nefndarálit þessi
til umræðu 12. október í haust, en fullnaðarafgreiðslu er
enn ekki lokið.
Hið helzta í nefndarálitunum er þetta:
Nefndin leggur áherzlu á nauðsyn þess, að sveitaskólarn-
ir hafi að nokkru frjálsar hendur um bekkjarskiptingu og