Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
111
kassa, að mestu Ijósbyrgðan á hliðunum, endurkastast frá
skyggðum fleti í innra gafli hans og fram á áðurnefndan
glerflöt. Þessi sýningarbúnaður er að ryðja sér til rúms,
og mér þykir eðlilegt, að innan ekki langs tíma verði
kennslustofa ekki talin fullbúin til kennslu, fyrr en hún
hefur þessum tækjum á að skipa. Þannig búin var sýnd
fyrirmyndar kennslustofa á brezku sýningunni í London
1951. Sums staðar mun tveimur kennslustofum ætlað að
vera um hverja skuggamyndavél.
Um sýningartjöldin sjálf tel ég ekki þurfa langt mál
að segja. Gagnlýstar myndir má auðveldlega sýna á hvaða
hvítum eða vel ljósleitum fleti, sem vera skal. Hvítt bak
á landakortum dugar vel. Tjöld, sem hafa flöt með áferð
líka fiðrildisvæng, lýsa ekki vel til þeirra, sem sitja veru-
lega til hliðar.
Að lokum þetta. Gildi skuggamynda fer að sjálfsögðu
mjög eftir áhuga kennarans á þeim og þessari kennsluað-
ferð. Ef kennarinn sýnir og sannar með glaðlegum skýr-
ingum og tali um það, sem myndin birtir, að hann kann
vel að meta hana bæði til gagns og skemmtunar, og ef hann
flaustrar hvorki né slórar, sýnir hæfilega margar myndir
í hvert skipti, getur hann gegnum opin augu og eyru nem-
enda sinna lagt drjúgan skerf lifandi mynda í hugmynda-
sjóð þeirra.
Litfilmurnar með myndir (ódýrar!) frá öllu því feg-
ursta, sem sumarið hefur að skemmta auganu með, — aug-
anu, sem er skapað til að nema form og liti og una þeim,
þær eru í vetrardimmunni sannkallaður arinn að orna sér
við, sólskinsblettir í heiði fyrir kennara og nemendur, sem
veita ágætan sumarauka. Skuggamyndafilman í eðlileg-
um litum er eitthvert glæsilegasta kennslutækið, sem
völ er á.
Helgi Tryggvason.