Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 70
132
MENNTAMÁL
skoðun. Tiltölulega lengstur tími fer í 7 ára börnin. Þess
er óskað, að annað hvort foreldranna, helzt móðirin, mæti
með þeim. Langoftast kemur móðirin. Aðstandendur mæta
yfirleitt mjög vel með börnunum, um 80% í fyrsta skiptið.
Ef aðstandandi mætir ekki í fyrsta skipti með barninu,
er honum gefinn kostur á að koma í annað sinn. Alls mæta
fullorðnir með um 95% 7 ára barna.
Barnið er skoðað almennt, sjón og heyrn er prófuð.
Aðstandandinn er spurður um heilsu barnsins, andlega og
líkamlega, og um þá sjúkdóma, sem það hefur haft. Hann
er látinn vita, að gefið sé lýsí í skólanum, óskað sé eftir,
að barnið hafi með sér mjólk, heilhveitibrauð, rúgbrauð,
ávexti eða eitthvað af þessu. Um 95% af börnunum taka
lýsi í skólunum. Um 90% hafa með sér mat í skólann af'
einhverju tagi. Það er talað um svefntíma barnsins og
matarvenjur. Ráðleggingar eru gefnar viðvíkjandi því, ef
þurfa þykir. Ef berkla hefur orðið vart í fjölskyldunni
eða umhverfi, er berklabólusetning ráðlögð. Tækifærið er
notað til þess að spyrja um systkini, sem kunna að vera
í skólanum, og talað um aðra hluti, sem fyrir kunna að
koma. Þess er óskað, að foreldrar hringi í hjúkrunarkon-
una, ef ástæða er til. Símanúmer heimilisins, eða þar sem
hægt er að ná til aðstandenda, er skrifað niður. Stefnt
er 6 börnum á klukkutíma. Það verða því 10 til 12 mínút-
ur til umráða að meðaltali fyrir hvert barn. Mér hefur
virzt þetta hæfilegur tími.
Þessi samtöl skapa gott samband milli heilbrigðiseftir-
litsins í skólanum og heimilanna. Ég tel það skipta mjög
miklu máli að fá sem flesta aðstandendur til viðtals með
7 ára börnum.
Samtímis þessu fer svo fram skólaskoðun á eldri börn-
um. Sjón er prófuð annað hvert ár, og á síðasta ári hef ég
prófað litarskyn tólf ára drengja.
Við skólaskoðunina er svo ákveðið, hvaða börn eigi að
fá ljósameðferð, meðferð við hryggskekkju og ilsigi. Ef