Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL
69
að til stofnaður var almennur skóli, og verð ég að gefa
börnum, sem í hann höfðu gengið þann vitnisburð, að þau
voru bezt uppfrædd yfir höfuð, bæði að skrifa, og aðdáan-
legt var það, hvað vel þau voru að sér í reikningi, þar
sem jafnvel mörg stúlkubörn reiknuðu í höfði sér erfið
dæmi, og því tóku kaupmenn allmarga drengi úr þessum
skóla sér til aðstoðar, eftir að þeir voru staðfestir, svo
að mörgum veittist með þessari menntun atvinnuvegur ...
Ég bæti við þessa lýsingu, að hvað lestur og kristindóms-
þekkingu viðvíkur, þá voru mörg bæði bænda og tómt-
húsmannabörn ei síður að sér í þessu en skólabörnin, þar
sem þessi aftur báru af hinum í margri annarri þekkingu,
svo sem skrift, reikningi, landafræði og sögu.“
Þörfin bæði á almennri skólafræðslu og sérfræðslu 1
einstökum starfsgreinum er fylgifiskur iðnbyltingarinn-
ar. Atvinnuhættir breytast þann veg, að heimilin hætta
að verða framleiðslumiðstöðvar. Með aukinni tækni verða
starfsgreinarnar jafnframt flóknari og fjölþættari. Þær
krefjast æ þroskaðra starfsliðs og betur undirbúins. Börn
og unglingar eiga þess ekki lengur kost að búa sig undir
lífsstörfin heima fyrir. Þau eiga þess mörg hver ekki
kost að vera samvistum við íullorðið fólk nema að tak-
mörkuðu leyti. Auk þess hefur bernskan lengzt. Þau þurfa
að bíða þess lengur en áður að gerast hlutgengir aðilar
á atvinnumarkaðinum og þau komast þar ekki að án all-
mikils undirbúnings. Það er tæpast á færi annars en sam-
félagsins að annast þennan undirbúning. Og sá hefur
orðið háttur á, ég hygg í öllum löndum, sem ekki hafa
orðið aftur úr í atvinnuþróun síðari tíma. Og því meiri
rækt hefur verið lögð við skólafræðsluna sem þessi at-
vinnuþróun hefur komizt á hærra stig. Bandaríkin og
Bretland hafa nú komið á hjá sér 10 ára skólaskyldu. Og
Svíar ráðgera 9 ára skólaskyldu. Undirrótin að þessu eru
áhyggjur þessara þjóða um, að vörur þeirra verði ekki