Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Síða 7

Menntamál - 01.06.1955, Síða 7
MENNTAMÁL 69 að til stofnaður var almennur skóli, og verð ég að gefa börnum, sem í hann höfðu gengið þann vitnisburð, að þau voru bezt uppfrædd yfir höfuð, bæði að skrifa, og aðdáan- legt var það, hvað vel þau voru að sér í reikningi, þar sem jafnvel mörg stúlkubörn reiknuðu í höfði sér erfið dæmi, og því tóku kaupmenn allmarga drengi úr þessum skóla sér til aðstoðar, eftir að þeir voru staðfestir, svo að mörgum veittist með þessari menntun atvinnuvegur ... Ég bæti við þessa lýsingu, að hvað lestur og kristindóms- þekkingu viðvíkur, þá voru mörg bæði bænda og tómt- húsmannabörn ei síður að sér í þessu en skólabörnin, þar sem þessi aftur báru af hinum í margri annarri þekkingu, svo sem skrift, reikningi, landafræði og sögu.“ Þörfin bæði á almennri skólafræðslu og sérfræðslu 1 einstökum starfsgreinum er fylgifiskur iðnbyltingarinn- ar. Atvinnuhættir breytast þann veg, að heimilin hætta að verða framleiðslumiðstöðvar. Með aukinni tækni verða starfsgreinarnar jafnframt flóknari og fjölþættari. Þær krefjast æ þroskaðra starfsliðs og betur undirbúins. Börn og unglingar eiga þess ekki lengur kost að búa sig undir lífsstörfin heima fyrir. Þau eiga þess mörg hver ekki kost að vera samvistum við íullorðið fólk nema að tak- mörkuðu leyti. Auk þess hefur bernskan lengzt. Þau þurfa að bíða þess lengur en áður að gerast hlutgengir aðilar á atvinnumarkaðinum og þau komast þar ekki að án all- mikils undirbúnings. Það er tæpast á færi annars en sam- félagsins að annast þennan undirbúning. Og sá hefur orðið háttur á, ég hygg í öllum löndum, sem ekki hafa orðið aftur úr í atvinnuþróun síðari tíma. Og því meiri rækt hefur verið lögð við skólafræðsluna sem þessi at- vinnuþróun hefur komizt á hærra stig. Bandaríkin og Bretland hafa nú komið á hjá sér 10 ára skólaskyldu. Og Svíar ráðgera 9 ára skólaskyldu. Undirrótin að þessu eru áhyggjur þessara þjóða um, að vörur þeirra verði ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.