Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 90
152
MBNNTAMÁL
Sömu höfundar skýra frá niðurstöðum annarra upp-
eldisfræðinga, Woods og Freemans, sem rannsökuðu
árangur af kennslu með kvikmyndum í landafræði og nátt-
úrufræði hjá ellefu þúsundum barna í 4., 5. og 6. bekkjum.
Rannsóknin fór fram á þá leið, að valdir voru tveir hóp-
ar, sem töldust svipaðir að námsgetu. Öðrum var kennt
án kvikmynda og með venjulegum tækjum og aðferðum,
en hinum var kennt með hentugum kvikmyndum auk
bókanna. Báðir hópar fóru yfir sama efni og voru síðan
prófaðir með sams konar prófi. í skýrslu sinni segja þeir:
— Ef tekið er meðaltal af niðurstöðum prófanna í öllum
rannsóknarstöðunum og í öllum greinum samanlagt verð-
ur niðurstaðan sú, að kvikmyndahópurinn stóð saman-
burðarhópnum verulega miklu framar. í landafræði vann
hann með 33% mun, og í náttúrufræði með 15%
mun----------.
Á líka lund eru umsagnir ýmissa rannsóknarmanna,
sem höfundar áðurnefndrar bókar vitna í. „---Fræðslu-
kvikmyndir eru geysiáhrifamikið tæki til að miðla þekk-
ingu og hugmyndum og til þess að móta afstöðu og mat.“
Við þessar rannsóknir kom það fram, að sumir kenn-
arar óttuðust, að nemendur, sem fengju að njóta kvik-
myndafræðslu, mundu fá ímugust og leiða á bókum. Þetta
var rannsakað allrækilega, og raunin varð þveröfug.
Myndirnar virtust vekja löngun til að vita meira og lesa
sér til um sama efni, og kom það fram í stóraukinni að-
sókn að lesstofum skólanna.
Þá var allrækilega athugað, hvernig skynsamlegast væri
að nota kvikmyndirnar, til þess að sem beztur árangur
næðist. Kom það fram, að þar sem þær voru notaðar helzt
sem bragðbætir eða krydd í kennsluna, gerðu þær að vísu
nokkurt gagn, en ekki stórvægilegt. Þar sem lcennarinn
hafði undirbúið sýninguna með því að tala rækilega við
þau um efni myndarinnar og vakið forvitni þeirra og
eftirvæntingu, rifjað efnið síðan uyy að lokinni sýningu